26.11.2007 | 03:18
185. - "Launamunur kynjanna er ekki til"
Var að enda við að horfa á upptöku af Silfri Egils.
Ég hjó eftir því að Sigríður Andersen sagði "Launamunur kynjanna er ekki til." Þetta finnst mér vera fullyrðing út í bláinn. Vissulega er margt hægt að finna að mörgum könnunum um þetta efni og greinilega eru fjölmiðlamenn mjög veikir fyrir öllu sem hægt er að kalla kannanir eða rannsóknir.
Ég man vel þá tíð þegar konur í daglaunavinnu fengu einfaldlega mun lægra kaup en karlar. Stéttarfélög voru með launatöflur yfir bæði kvennakaup og karlakaup.
Þetta tíðkast ekki lengur, veit ég vel, og okkur körlunum finnst oft að þróunin til jöfnunar hafi verið nokkuð hröð síðustu áratugina. Ég er samt ekki viss um að konum finnist almennt það sama. Að halda því fram eins og Sigríður Andersen gerir að málið sé bara dautt, er einfaldlega ekki rétt.
Þeir stjórnmálamenn sem hugsa svipað og Sigríður Andersen tala oft um frelsið. Frelsi fólks til að ráða sér sjálft, jafnvel til að taka skaðlegar ákvarðanir. Öfgar á báða bóga eru skaðlegar. Auðvitað er skaðlegt að afskipti opinberra aðila af öllum sköpuðum hlutum séu of mikil. Engin mega þau heldur ekki vera. Hér sem annarsstaðar er það hið gullna meðalhóf sem gildir. Því miður er það bara vandfundið.
Einhvern tíma las ég Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson og kannski fleiri bækur eftir hann. Samt hreifst ég aldrei mikið af Gunnari. Fannst guðsorðastaglið vera of mikið fyrir minn smekk. Ég man samt eftir einni setningu úr bók eftir Gunnar (líklega Fjallkirkjunni) þar sem söguhetja hjá honum er að formæla annarri söguhetju og segir: "Hundaklyfberi, lúðulaki, lufsa."
Svartfugl er þó mögnuð saga. Ég man vel að þegar ég las þá bók fyrst fannst mér útilokað að hægt væri að segja frá Sjöundármálunum á annan veg en þar var gert.
Löngu eftir þetta las ég bók þar sem orðið lufsa var greinilega notað sem einhverskonar skrauthvörf fyrir orðið píka. Þetta var á þeim árum sem ekki þótti við hæfi að nota svo dónaleg orð í virðulegum bókum. Áreiðanlega meinti Gunnar Gunnarsson þetta þó ekki þannig.
Hér er Ingibjörg. Sennilega er hún í nýrri úlpu. Kannski er líka kalt í veðri. Hvað veit ég.
Þetta er Sigrún Helgadóttir. Ein besta vinkona Ingibjargar. Systir Jónu sem var í bekk með mér. Jóna býr núna í Ameríkunni og var meðal þeirra sem komu því á að við bekkjarsystkinin hittumst orðið reglulega á tveggja ára fresti.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sá þennan þátt, þ.e. Silfrið. Einkennileg fannst mér röksemdafærslan fyrir að leyfa súlustaði og vændi. Þetta yrði til þó það væri bannað menn finni alltaf leiðir framhjá. Með sömu rökum ættum við að leyfa eiturlyf. Alveg sama hvaða afstöðu við höfum, með eða móti súlustöðum eða lögleiðingu vændis, þetta geta ekki talist rök.
Kristjana Bjarnadóttir, 26.11.2007 kl. 10:18
Eins og talað út úr mínu hjarta með yfirlýsingarnar um launamuninn. Ég satt að segja trúði ekki mínum eigin eyrum og vorkenndi þessari ungu konu fyrir fáviskuna og þröngsýnina. Hún talaði eins og hún væri forrituð. Fólk sem segirr svona virðist ekki vera í tengslum við veruleikann. Það er kynbundinn launamunur víðast hvar, svo einfalt er það og ekki þarf miklar kannanir til að sanna það.
Sama á við um það sem Kristjana segir í sinni athugasemd um súlustaðina og vændið. Það eru ekki rök að "fólk fer þá bara framhjá lögunum" ef eitthvað er bannað. Og sama kvöld kom fram í fréttum að þau samtök sem starfa með þolendum kynferðisofbeldis hafa orðið vör við að mansal sé að skjóta rótum á Íslandi. Sjá hér og hér. Vitað er að vændi og mansal tengist þeim stöðum þar sem konur tína af sér spjarirnar til að skemmta körlum og því ætti það að vera eitthvað öðruvísi hér á landi?
Frelsi er fínt svo langt sem það nær, en það má ekki fara með það út í öfgar og afskræma það.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.11.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.