12.11.2007 | 01:12
171. blogg
Bjarni gerði jafntefli í síðustu umferðinni og er þar með orðinn skákmeistari Bahamaeyja.
Ég ætla ekkert að skrifa meira um þetta, því ég reikna með að hann geri það sjálfur á eftir og vísa bara á bloggið hans - lampshadow.blog.is.
Um áramótin 1990 og 1991 hætti ég að reykja. Um þau áramót urðu þau tímamót í apótekasögu landsins að ekki þurfti lengur læknisvottorð til að geta keypt sér nikótíntyggjó. Þetta notfærði ég mér og um leið og ég fór í vinnuna 2. janúar, eftir að hafa kvalist sígarettulaus í Hveragerði allan nýjársdag, keypti ég mér nikótíntyggjó í Árbæjarapóteki.
Í þeim janúarmánuði sem í hönd fór gerðist einkum tvennt. Hekla fór að gjósa og Flóabardagi hinn síðari hófst. Saddam Hússein hafði af góðmennsku sinni innlimað Kuwait í ríki sitt, en Búskurinn eldri var ekki hrifinn af því og ákvað að hrekja hann þaðan í burtu. Þessvegna braust Flóabardagi hinn síðari út, en ekki vegna þess að ég hætti að reykja. Sama er um Heklugosið að segja, engin bein tengsl eru milli þess og reykingastoppsins hjá mér.
Ég er dálítið sammála Davíð Oddssyni um að þessi óhemjugangur varðandi opnun dótabúða er illskiljanlegur. Það hefur verið vitað lengi að álagning verslana á leikföng hefur verið mjög rífleg hér á landi. Þegar smáskarð rofnar í þann múr sem verið hefur umhverfis þá tilhögun er eins og allt verði vitlaust. Einhvern tíma kemur líka að því að skarð rofnar í þann múr sem er utanum vaxtaokur bankanna. Ég veit ekki hvort lætin verða eins mikil þá, en það verða samt áreiðanlega merkari tímamót.
Blaðamennskan er síðasta vígi ómenntaðra aumingja las ég einhvers staðar nýlega. (Guðbjörg Hildur Kolbeins - kannski) Verst hvað þeir hjá mbl.is taka þetta bókstaflega. Stundum finnst manni eins og það séu eingöngu ómenntaðir aumingjar sem skrifa svokallaðar fréttir þar. Svo er þó alls ekki alltaf. Stundum er eins og fréttirnar séu lesnar yfir og lagfærðar af fólki með viti. Mér finnst slæmt að fréttir víðlesinna fjölmiðla, eins og mbl.is eflaust er, séu skrifaðar á afleitu máli. Oft og einatt bera fréttirnar það líka með sér að vera þýddar og það illa þýddar. Meira máli skiptir að fréttirnar séu þokkalega skrifaðar, en að það takist að rubba af einhverju ákveðnu magni á vissum tíma.
Sama er að segja um bloggið, það skiptir ekki öllu að blogga sem mest heldur að það sé örlítið vit í blogginu. Þess vegna er ég að hugsa um hætta núna.
Ég get samt alveg bætt við fáeinum myndum.
Hér er Vignir greinilega á ferð og ansi glaðhlakkalegur.
Þarna erum við fjögur systkinin. Sigrún, ég og Ingibjörg í aftari röðinni og Vignir fyrir framan Sigrúnu. Vignir og Sigrún eru eins klædd og þegar Vignir fékk að sitja á hjólinu hennar svo kannski er þetta tekið í sama skipti.
Enn ein mynd af Vigni, en hér er það nýja húsið sem er í baksýn og líklega er það Björgvin sem er eitthvað að bauka þarna á bak við hann. Merkilegt að á fyrri myndinni er hann ljóshærður en þarna er hann orðinn dökkskolhærður. Samt er þetta áreiðanlega Vignir á báðum myndunum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Afsakið, en áttu ekki við Flóabardagi hinn fyrri? Það getur vel verið að ég hafi gleymt einhverju í mannkynssögunni. Vil annaðhvort læra eitthvað nýtt (gamalt) eða vera bara viss um að ég muni hlutina rétt. Takk fyrir áhugavert efni.
Sveinn 12.11.2007 kl. 06:51
Það er talað um Flóabardaga í Sturlungu. Hann var á Húnaflóa. Það er Flóabardagi hinn fyrsti eða fyrri í mínum huga. Flóabardagar við Persaflóann hafa verið margir.
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2007 kl. 11:59
Þetta hljómaði ekkert sérlega vel hjá mér. Það er bara svona sem ég hugsa. Gleymdi alveg að þakka þér fyrir áhugann og kommentið.
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.