10.11.2007 | 01:05
169. blogg
Ástćđan fyrir veru foreldra hans ađ Vegamótum var sú ađ ţau höfđu fyrir nokkru hafiđ veitingasölu ţar. Ţađ er eins og margir vita nákvćmlega ţarna sem vegurinn skiptist og annars vegar er fariđ norđur eftir og áleiđis til Stykkishólms. Áđur fyrr var fariđ fyrir ofan Hjarđarfell, upp Seljafelliđ og yfir Kerlingarskarđ. Nú orđiđ fara víst allir hina svokölluđu Vatnaleiđ. Hins vegar liggur leiđin áfram vestureftir Snćfellsnesinu sunnarverđu, gegnum Stađarsveit og síđan annađhvort yfir Fróđárheiđi til Ólafasvíkur eđa fyrir framan Jökul um Breiđuvík framhjá Arnarstapa og Hellnum. Eftir ađ foreldrar Sćbjörns fluttust frá Vegamótum komst stađurinn í eigu Kaupfélags Stykkishólms og enn síđar í eigu Kaupfélags Borgfirđinga í Borgarnesi. KB var eigandinn ţegar ég vann ţarna, en eftir ţann tíma skilst mér ađ stađurinn hafi aftur komist í einkaeigu.
Áhugavert vćri ađ taka saman sögu stađarins. Ţá mćtti ennfremur segja frá öđrum byggingum á svćđinu. T.d. hvenćr Sláturhúsiđ var reist, hvenćr verslunin tók til starfa, hvenćr Einar í Holti byggđi sitt verkstćđishús. Ég man ađ hann byggđi viđ ţađ međan ég var á Vegamótum. Hvenćr íbúđarhús tilheyrandi versluninni og veitingahúsinu var tekiđ í notkun. Hvenćr Sigurţór Hjörleifsson reisti sitt hús o.s.frv. Einnig mćtti minnast á áhaldahús Vegagerđarinnar sem er ţarna í nágrenninu og geta um ađrar framkvćmdir.
Fyrir nokkrum mánuđum sá ég á bókasafni Kópavogs bók sem Gluggasteinn heitir. Hún var gerđ um íbúa eins hrepps eđa svo á Vestfjörđum. Ţetta er stór og vegleg bók međ fjölmörgum myndum bćđi gömlum og nýjum. Samt hef ég ekki trú á ađ hún höfđi til mjög stórs hóps lesenda. Einkaađili, sem ég man ţví miđur ekki nafniđ á, gaf bókina út.
Ég er ekki ađ segja ađ Vegamót á Snćfellsnesi ţurfi á bók á borđ viđ Gluggastein ađ halda, en sú bók sýndi mér, ţađ sem ég vissi svosem áđur, ađ bókaútgáfa er orđin svo ódýr og einföld í framkvćmd ađ međ ólíkindum er. Myndvinnsla öll er einnig orđin miklu einfaldari en áđur var og vel má hugsa sér ađ hćgt vćri tćknilega séđ ađ gefa út litla bók um ekki stórfenglegra viđfangsefni en Vegamót á Snćfellsnesi. Dreifing og sala vćri ađ sjálfsögđu talsverđur biti, en ef stofnkostnađur er ekki mikill ţá gerir minna til ţó sú starfsemi verđi í skötulíki.
Ég spurđu Gúgla sjálfan ađeins um ţessa bók og svariđ var ţetta:
Bókin kom út í ár hjá bókaforlaginu Gýgjarsteini og bókina er hćgt ađ panta hjá Sverri Gíslasyni sjálfum í síma 4875631.
Einu sinni orti ég litla vísu sem er svona:
Bindindi ég herlegt hóf
og heilsu minnar gćtti.
Föstudaginn níunda nóv,
viđ nikótíniđ hćtti.
Síđan hef ég margsinnis falliđ á sígarettubindindum og hafiđ ţau jafnoft aftur. Vísan er ekkert sérstök nema fyrir ţađ eitt ađ í dag er föstudagur og einnig níundi nóvember. Ţessi dagsetning fer ţó vafalaust einkum í sögubćkur vegna ţess ađ ţennan dag, allmörgum árum eftir ađ ég hóf mitt nikótínbindindi, féll Berlínarmúrinn margfrćgi.
Og ţá er komiđ ađ fáeinum myndum.
Hér erum viđ brćđurnir ég og Björgvin. Ţessi mynd er greinilega tekin undir stofuglugganum á nýja húsinu ađ Hveramörk 6. Ég er greinilega ađ trúa Björgvini fyrir einhverju. Kannski bara ađ benda honum á myndavélina sem beint er ađ okkur.
Ţessi mynd er greinilega tekin löngu fyrr. Ţarna er Björgvin smábarniđ á myndinni. Vignir er sá sem heldur á honum og ég stend á hnjánum fyrir aftan. Fyrir aftan mig sést síđan framhjá Mel, yfir hverasvćđiđ og allt upp ađ Hamri.
Á ţessari mynd er ţađ ég sem er í einskonar klemmu milli systra minna en ekki Vignir eins og í gćr. Ţessi mynd gćti vel hafa veriđ tekin um svipađ leyti og á svipuđum stađ og myndin af Vigni og stelpunum.
Hér er enn ein mynd úr seríunni um kettlinginn. Fyrir nokkrum dögum setti ég hér á bloggiđ myndir af Ingibjörgu og Áslaugu ţar sem ţćr héldu á ţessum sama kettlingi. Nú er röđin semsagt komin ađ mér. Ég var nefnilega atyrtur fyrir ađ vilja frekar birta myndir af öđrum en mér sjálfum á mínu eigin bloggi.
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.11.2007 kl. 02:38
Ţađ er alltaf ađ koma betur og betur í ljós eftir ţví sem ţú birtir fleiri gamlar myndir af ykkur systkinunum hvađ mamma ykkar var mikil snilldarprjónakona.Ţađ vćri snjallt ađ birta mynd af henni.
KV.
Ein sem ekkert kann ađ prjóna
aslaugben 10.11.2007 kl. 02:53
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.