27.9.2007 | 23:15
125. blogg
Málefni íslenskunnar eru mikið rædd um þessar mundir.
Meðal annars er rætt um það hvort æskilegt sé að afgreiðslufólk í stórmörkuðum tali önnur tungumál en íslensku og kunni hana ekki. Mér finnst ekki skipta neinu máli hvort fólk þar er mælt á íslensku eða ekki. Hinsvegar þarf nauðsynlega að vera hægt að kalla á íslenskumælandi fólk ef þörf krefur og ég efast ekki um að svo sé.
Fyrir nokkru tókst mér með mikilli snilld að læsa bíllykilinn minn inni í bílnum þó það eigi varla að vera hægt. Ég vissi af aukalykli heima svo ég ákvað að taka bara strætó heim og sækja hann. Þegar ég kom á Hlemm fór ég inn í vagn sem mér fannst líklegur til að fara í Kópavog og spurði vagnstjórann hvort hann færi þangað. Aumingja maðurinn skildi greinilega ekki orð í íslensku en svolítið í ensku svo ég komst fljótlega að því að hann hafði ekki hugmynd um hvort hann væri á leiðinni í Kópavog eða ekki. Þó hann væri alveg að fara af stað gaf hann mér kost á að fara inn og spyrja hvort þessi tiltekni vagn færi til Kópavogs. Svo var og þegar við komum þangað fór ég út og vagnstjórinn sagði undrandi við mig: "Is this Kópavogur?"
Ég hef nokkrum sinnum lent í því í Bónus að afgreiðslufólk þar á kössum kann hvorki íslensku né ensku. Slíkt getur hæglega valdið vandræðum og mér finnst að vinnufélagar og yfirmenn þessa fólks þurfi að gæta þess vel að fæla fólk ekki frá versluninni.
Mörður Árnason hélt því fram í Kastljósi rétt áðan að hvergi tíðkaðist erlendis að þjónusta færi fram á öðru máli en því sem ríkjandi væri í viðkomandi landi. Þetta er tómt bull. Sem betur fer er veruleikinn sjaldan sá sem hann heldur. Fyrir meira en 20 árum síðan lenti ég í því í Noregi að þjónn á veitingahúsi þar kunni enga norsku og enga ensku heldur. Frönsku kunni hann og eitthvert hrafl í þýsku, en það kom mér ekki að neinum notum. Þetta er einfaldlega nokkuð sem maður getur alltaf lent í.
Efast má um hvort rétt er að láta fólk sem ekki kann a.m.k. íslensku eða ensku vinna við afgreiðslu. Mér finnst samt að þetta sé atriði sem verslunareigendur verði að fá að ráða sjálfir. Nóg er nú ófrelsið samt.
Ég vara hinsvegar við því enn og aftur og mjög eindregið að tillögur Ágústs Ólafar Ágústssonar varaformanns Samfylkingarinnar verði að veruleika. Að viðurkenna annað mál en íslensku við stjórnsýsluna er stórhættulegt og býður heim allskyns erfiðleikum. Þar að auki getur þetta orðið óheyrilega dýrt áður en við er litið.
Heyrði í útvarpinu í dag að einhver bátur ætti í erfiðleikum í Jökulfirði. Þetta fannst mér skrýtið enda er nú komið í ljós að sá sem skrifaði fréttina hefur verið óttalegur rugludallur. Það er a.m.k. enginn fjörður í Jökulfjörðum sem heitir Jökulfjörður.
Á sama hátt og mönnum þótti mjög ólíklegt fyrir ári síðan eða svo að Bandaríkjamenn mundu nokkurntíma ráðast inn í Íran, þá þótti mörgum líka ósennilegt á þeim tíma að Sjálfstæðisflokkurinn færi að berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Nú er samt orðið augljóst að hvorttveggja á eftir að gerast áður en langt um líður.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það eru nokkur grundvallaratriði sem mér finnst að afgreiðslufólk eigi að kunna, heilsa, kveðja, þakka fyrir og segja upphæðina sem keypt var fyrir á því tungumáli sem er ríkjandi í viðkomandi landi. Annað spjall getur fólk átt við vini sína.
Hitt er annað mál að kurteisi viðskiptavina við afgreiðslufólk er stórlega ábótavant. Börnin mín 2 gerðu mikið grín að VR auglýsingunni með pirruðu konuna sem lét allt bitna á kassadömunni..............þangað til þau afgreiddu sjálf á kassa. Þá lentu þau í sömu aðstæðum sjálf, það er efni í sérstaka sögu.
Kristjana Bjarnadóttir, 27.9.2007 kl. 23:29
Mörður hefur sennilega ekki gert sér erindi í svokölluð „sólarlönd“ þar sem afgreiðslufólk t.d. í vindsængurbúðum eða Súpermörkuðum talar gjarnan flest mál önnur en viðkomandi lands.
Og þetta sem Ágúst Ólafur er að tala um: ég hélt satt að segja að flest lög og reglugerðir íslensk sem líklegt er að útlendingar sem hafa samskipti hingað til lands þurfi að kunna skil á, væru til á ensku jafnhliða íslensku. Það fyndist mér líka rökrétt en frekar þarf ekki að nota ensku sem stjórnsýslumál.
Sigurður Hreiðar, 28.9.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.