26.9.2007 | 23:26
124. blogg
Hver var Sunneva Jónsdóttir?
Hún fæddist á fyrri hluta 18. aldar. Faðir hennar dó áður en hún fæddist. Móðir hennar þegar hún var 8 ára. Bróðir hennar barnaði hana þegar hún var 15 eða 16 ára og sýslumaðurinn sem hafði hana í gæslu síðan aftur nokkru seinna og svo var henni drekkt. Eða var henni kannski ekki drekkt, ég man það ekki. Allavega stóð það til. Ég er ekki alveg búinn með bókina og veit ekki hver niðurstaðan er þar.
Þetta er í afar stuttu máli ævisaga aðalpersónu Sunnevumálanna svonefndu en auðvitað er margt fleira sem ástæða er til að segja frá. Margar bækur hafa verið skrifaðar um þetta fræga mál. Ég var að enda við að lesa sögulega skáldsögu um það. Sú saga er skrifuð árðið 1978 og fyrst gefin út í London það sama ár undir nafninu "Men at Axlir".
Eiginlega er þetta frekar léleg bók, en efnið er áhugavert. Höfundurinn virðist á stöku stað ekki hafa alveg nógu góða þekkingu á íslensku samfélagi og síðan er alltaf öðru hvoru skotið inn rómantískum náttúrulýsingum sem mér finnst trufla frásögnina og í heild er sagan eins og hún hafi verið skrifuð fyrir mörgum öldum þó málfarið og stíllinn sé nokkurn vegin í nútímahorfi.
Lára Hanna skrifaði komment á síðustu bloggfærslu hjá mér og kallaði bloggið mitt greindarlegt og yfirvegað. Líklega er það alveg rétt hjá henni og vel getur verið að fleirum finnist svo vera. Sennilega hefði ég þó notað einhver önnur lýsingarorð ef ég hefði verið neyddur til að segja eitthvað um það sjálfur.
Það var svo sannarlega margt ágætisfólk sem ég kynntist á árunum mínum á Stöð 2 og Lára Hanna er þeirra á meðal. Auðvitað detta mér ýmsar þýðingarsögur í hug þegar ég hugsa til Láru Hönnu enda var hún yfirþýðandi á Stöð 2 um tíma.
Í Bond-myndinni "Octopussy" sem sýnd var eitt sinn á Stöð 2 sagði Bond við einhverja píu sem hann var að reyna við: "Would you like a nightcap?" Þetta var þýtt þannig að hann var látinn segja við aumingja stúlkuna: "Viltu nátthúfu?"
Í sjóræningjamynd sem átti að gerast fyrir mörg hundurð árum segir ein aðalpersónan: "My father is a pilot". Þetta var umsvifalaust þýtt með: "Pabbi minn er flugmaður".
Eflaust hef ég sagt frá þessu fyrr, en góð vísa er aldrei of oft kveðin og sjálfur hef ég eiginlega tekið upp þann sið að kalla það sem sumir kalla orðabókarþýðingar einfaldlega nátthúfuþýðingar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ein besta bók sem ég hef lesið er "Allt hey er hold" eftir Þorgrím Þráinsson. Endilega lestu hana við tækifæri.
Anna Einarsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:17
Eða var það "Allt hold er hey"
Anna Einarsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:17
Talandi um lélegan bíómyndatexta, þá segir John McClane, þegar hann er að rífast við konuna sína í Die Hard 1, "Oh, but you had your career" og það er þýtt "En þú áttir karríer". Í sömu mynd er að finna fjölmargar kostulegar þýðingar.
Eitt af því betra var líka í byssumynd sem ég horfði einhverntíman á, en man nú reyndar ekki hvaða mynd þetta var lengur. Þá eru menn að læðast einhversstaðar með illt í hyggju þegar fleiri bætast í hópinn. Þá tekur einn bófinn upp byssuna, lítur á félaga sína og segir "We´ve got company!". Það var þýtt "Við eigum fyrirtæki".
Máni Atlason 28.9.2007 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.