115. blogg

 

Ég er ekki vanur að tjá  mig hér á blogginu um fréttir líðandi stundar, en er að hugsa um að gera undantekningu núna.

Ég horfði rétt áðan á viðureign þeirra Roberts Marshall og Bjarna Harðarsonar í Kastljósi og ætla  að lýsa  því í nokkrum orðum hvernig hún kom mér fyrir sjónir.

Það er háttur sjónvarpsins að etja saman ólíkum sjónarmiðum og vona að út úr því komi skemmtun fyrir árhorfendur. Við því er lítið að segja.

Mér fannst Bjarni frændi minn gera mistök með því að mæta í þáttinn í þessari lopapeysu. Klæðnaður skiptir máli í sjónvarpi.

Bjarni lét Marshallinn þar að auki æsa sig upp. Slíkt er afleitt. Robert hélt kúlinu að mestu, en Bjarni var sýnilega reiður.

Efnislega fannst mér Bjarni hafa miklu meira til síns máls. Mér fannst inntak þess sem Robert Marshall hafði um Grímseyjarferjumálið að segja vera það að ráðherrar væru svo merkilegir menn að ekki mætti gagnrýna þá harkalega. Mér finnst ráðherrar ekki vera hundaskít merkilegri en annað fólk.

Þessi þáttur bætti engu við það sem áður var fram komið um Grímseyjarferjumálið. Annað sem þeir kumpánar ræddu um í þættinum vakti enga athygli mína, enda voru þeir báðir greinilega dasaðir eftir átökin í upphafi.

Annars held ég að þessi þáttur hafi enginn tímamótaþáttur verið. Hann situr þó eflaust dálítið í þátttakendunum og þeir læra sína lexíu áreiðanlega af honum.

 

Já, og Bjarni S er byrjaður að blogga hér á Moggablogginu (lampshadow.blog.is). Á morgun (laugardag) ræðst það hvort hann kemst á Meistaramót Bahamas í skák sem haldið verður í nóvember næstkomandi.

Ráðlegg þeim ættingjum og öðrum sem hugsanlega eru orðnir leiðir á að lesa rausið í mér, en vilja gjarnan fylgjast Bjarna, að fara bara beint á lampshadow.blog.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sníkjublogg tvö bé (merki þetta svona eins og þú) Ekki vissi ég að þú værir að blogga...nú veit ég það :) Þannig að nú þarftu að vara þig heheheheh....  Nei annars, það er bara gaman að þessu.  Þetta er dáldið mál að skrifa svona komment, alls konar hugarleikfimi og netfangajátningar. Sjáumst. 

Hafdís Rósa 15.9.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband