6.9.2007 | 13:34
111. blogg
Já, já. Ég hef heyrt brandarann um 111 meðferð á skepnum. Mér fannst hann fyndinn fyrst þegar ég heyrði hann.
Ef brandarinn er skrifaður fer það dálítið eftir þeim fonti sem notaður er hversu auðvelt er að skilja hann. En svo þessu sé troðið ofan í fólk með teskeið þá er stundum lítinn mun að sjá á orðinu "ill" og tölunni 111. Þar um hafa verið samdir margir brandarar. Eflaust skilja flestir orðið fontur því algengast er líklega núorðið að fólk skrifi allt sem það þarf að skrifa með tölvu og venjuleg snarhönd er hugsanlega kölluð læknaskrift núna.
Þetta minnir mig á þegar Brynjar á Helgafelli sem var hjá mér um tíma í búðinni á Vegamótum sat lengi yfir ávísun sem hann hafði tekið og óttaðist að kynni að vera fölsuð. Á henni stóð "Sparisjóðurinn Dundið" eins og Brynjar las skrautskriftina sem notuð var í nafn Sparisjóðsins. Þarna stóð auðvitað "Sparisjóðurinn Pundið" sem starfaði hér í Reykjavík í eina tíð og allir hljóta að muna eftir.
En það er þetta með fyrirsagnirnar og mig. Mér leiðast fyrirsagnir. Með þeim er leitast við að gefa einhverja hugmynd um hvað það fjalli um sem á eftir fer. Mín blogg fjalla yfirleitt um allan fjárann og í einu bloggi getur hæglega verið tæpt á mörgum hlutum. Sumir leysa þennan vanda með því að blogga hvað eftir annað sama daginn. Eitt blogg og ein fyrirsögn fyrir hverja málsgrein. Það er ekki minn stíll og sérviska mín býður mér að nota áframhaldandi raðtölur til að merkja bloggin mín með ásamt þvi að blogga í mesta lagi einu sinni á dag. Fáir aðrir virðast gera þetta og það gerir þetta enn flottara í mínum augum. Hver veit nema ég sæki um einkaleyfi á þessari frumlegu hugsun.
Annars minnir mig að Páll Ásgeir Ásgeirsson (malbein.net/pallasgeir/) hafi einhvern tíma notað svipaða aðferð við að merkja sín blogg. Hann er bróðir Gísla Ásgeirssonar (malbein.net) og vel þekktur sem bloggari en bloggar bara stundum og skrifar bækur og prílar uppá fjöll þess á milli.
Fyrsta bókasafnið sem ég komst í kynni við var Bókasafnið í Hveragerði. Það varí einu litlu herbergi í nýja barnaskólanum (sem er nú víst ekkert sérstaklega nýr núna) og þetta herbergi var bókstaflega fullt af bókum. Ég minnist þess sérstaklega að ég hafði þá aldrei séð jafnmikið af bókum saman komið á einum stað. Þarna réði ríkjum Þórður á Grund sá merki og fróði maður. Þórður kenndi líka við skólann og bjó á Grund ásamt Þjóðbjörgu móður Jóhanns Ragnarssonar bekkjarbróður míns og vinar.
Mér er minnisstætt að mamma og að ég held amma einnig sögðu oft við okkur krakkana að við ættum ekki að vera að kvelja eldinn hann gæti hefnt sín síðar. Þetta var einkum sagt við okkur ef við vorum að leika okkur að því að slökkva næstum því á kertum o.þ.h. Ekki man ég hvort meira var um þessar viðvaranir eftir að Bláfell brann eða fyrir.
Það var Hörður Haraldsson kennari á Bifröst, spretthlaupari og listamaður, sem kenndi mér afbökun á málshætti sem hljóðar svona í afbökuninni: Frestaðu því aldrei til morguns, sem þú getur alveg eins gert hinn daginn."
Hörður teiknaði líka myndirnar í Ecce Homo og var margt til lista lagt. Meðal annars var hann afburða teiknari.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það var einu sinni karl í Reykjavík sem átti prentsmiðju þar prentaði hann ýmis smárit sem hann seldi í sjoppur. Til að auka söluna hafði hann myndir af hálfberum stelpum á forsíðunni, verðið hafði hann alveg úti í kanti, þannig að ef það kom verðbólguskot voru skornir 10 mm af og prentað nýtt verð. Þegar salan var kominn niður undir núll var öllum kápunum kippt af og settar nýjar með öðrum stelpum þá fór allt á fullt aftur.
Gestur Gunnarsson , 8.9.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.