81. blogg

Mér sýnist Hlynur Þór Magnússon vera búinn að yfirgefa pleisið. Myndin af honum er nú samt þarna ennþá.

Ég hef reynt að gera það að vana mínum að líta öðru hvoru á blogg allra minna bloggvina og nú bregður svo við að það gefur engan árangur að ýta á myndina af Hlyni. Það finnst ekki neitt.

Það getur svosem vel verið að sumum ofbjóði vitleysan sem hér veður uppi en mér finnst vel hægt að láta hana ekki trufla sig. Bloggsvæðið sjálft virðist mér vera mjög notendavænt og þó sumir bloggararnir hér séu dálítið skrýtnir þá finnst mér það ekki gera neitt til. Ég þarf ekkert að lesa það sem þeir skrifa.

Ritræpan hér á Moggablogginu er nú samt alveg óskapleg. Það er ekki nokkur leið að fylgjast með því öllu. Sem betur fer eru bloggvinir mínir ekki það margir að þó ég reyni að líta á bloggin þeirra sem oftast þá tekur það ekki ýkja langan tíma. Helst að Bjarni Harðarson missi sig í pólitíska langhunda.

Einnig reyni ég sem oftast að líta á þau blogg sem linkar eru á af síðunni minni. Þar fyrir utan er það miklum tilviljunum háð hvað blogg ég skoða hverju sinni. Oft verða einfaldlega þau vinsælustu eða nýjustu fyrir valinu og stundum klikka ég á blogg sem tengjast fréttum á mbl.is.

Ég hef nú fremur lítið bloggað undanfarið þó ýmislegt hafi svosem ég dagana drifið. Nýr ísskápur er kominn í notkun heimilinu. Afburðaflottur og með tvær hurðir enda frystiskápur að neðanverðu. Eru kóngar alltaf með upphaus og niðurhaus spurði Benni eitt sinn fyrir margt löngu eftir að hafa skoðað spilastokk vel og lengi.

Á sunnudaginn fyrir rúmri viku vorum við plötuð í afmælisveislu til Hafdísar Ben. og þar hitti ég meðal annars Þóri E. Gunnarsson og svei mér ef hann kom ekki inn hjá mér löngun til að fara í bekkjarferð næsta sumar með Bifrastarbekknum mínum.

Keyrði Jóa nokkrum sinnum um helgina uppá spítala þar sem hann fékk sýklalyf í æð. Borðuðum hjá Benna á laugardaginn og þar var Siggi Grétars. Bjarni er svo farinn að sofa á Auðbrekkunni því ekki eru nema nokkrir dagar þangað til hann fer til Bahamas.

Á sunnudaginn var fórum við í brúðkaupsafmæli til Ellu og Sævars. Þangað kom Kiddy og var fremur brugðið enda eflaust ekki skemmtilegt að lenda í því sem hún lenti í, það er að taka á móti deyjandi manni niður við Sundlaugar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband