82. blogg

Ég var að enda við að lesa bókina óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson.

Þetta er um margt athyglisverð bók og það kemur mér satt að segja ekki á óvart að þessi mál og bók Guðna skuli einmitt vera í fréttum í dag.

Mér finnst þó standa uppúr að menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson og fleiri hafa haldið því fram að mun meira hafi verið hlerað á kaldastríðsárunum en hægt er að segja að sé staðfest í bók Guðna.

Ef mönnum sem líklegt er að hafi ítarlegri vitneskju um þessi mál en fram hefur komið, væru fyrirfram gefnar upp sakir hvað varðar hugsanleg trúnaðarbrot, ætti að koma í ljós hvort hleranir hafi verið umfangsmeiri en Guðni telur sannað.

Skiljanlegt er að núverandi dómsmálaráðherra skuli reyna að koma í veg fyrir ítarlegri athuganir á þessum málum og e.t.v. er þetta mál ekki nógu stórt til að koma til kasta ríkisstjórnarinnar allrar, en þó gæti vel átt eftir að gerast eitthvað í þessum málum á næstunni.

Einnig er mjög athyglisvert að sannað virðist vera að frumgögn í þessum málum hafi verið eyðilögð og enn hefur enginn verið látinn gjalda þess.

Sitthvað fleira í sambandi við þetta allt er líka með öðrum hætti en vera ætti. T.d. hvað snertir aðgengi aðila að upplýsingum um þessi mál og þáttur Þjóðskjalasafns og hvenær og hvernig gögnum er komið þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband