10.7.2007 | 15:28
73. blogg
Þetta sífellda rugl með greinaskil, fontastærð og feitletranir er ekki með ráðum gert.
Þetta hefur líklega eitthvað með stillingar á Word-inu að gera.
Ég man þá tíð þegar 24 síðna Morgunblað var þykkt Morgunblað. Nú finnst mér að því þykkari sem dagblöðin eru því minna sé í þeim af raunverulegum fréttum og markverðri umfjöllun um mál.
Þegar við gáfum út Borgarblaðið í Borgarnesi sællar minningar, þá var hvert blað talsvert margar blaðsíður þó í A4 stærð væri (mig minnir 12) og gefið út í hverri viku. Þegar við vorum að byrja man ég að ég hugsaði með mér hvernig í ósköpunum við ættum að fara að því að fylla allar þessar blaðsíður í hverri viku. Fljótlega snerist dæmið þó á þann veg að við þurftum meira að hugsa um hvaða efni ætti að njóta þeirrar náðar að komast á síður blaðsins.
Í blogginu eru engar blaðsíðutakmarkanir en mér finnst samt að málalengingar séu oft til skaða og reyni að takmarka málæðið svolítið.
Samt finnst mér Netið að mestu hafa tekið yfir hlutverk prentaðra fjölmiðla (og í sumra augum eflaust annarra fjölmiðla einnig). Netfréttir og blogg úr ýmsum áttum eru fyrir mér miklu meiri uppspretta upplýsinga og hugmynda en dagblöðin, sem ég er að mestu hættur að lesa. (Tímaritin hef ég eiginlega aldrei tímt að kaupa) Það er eins og hafi orðið eins konar gengisfelling á því sem í blöðunum stendur þegar þau fóru að verða ókeypis.
Fyrir nokkrum árum sagði ég upp áskrift að Morgunblaðinu sem ég hafði verið með um margra ára skeið. Fréttablaðið og Blaðið eru ekki borin út til okkar nema endrum og eins. Ég veit að það mætti reyna að hringja og kvarta, en nenni því ekki.
Í Fljótavíkinni stóð til einn daginn eða réttara sagt eitt kvöldið að ganga á Kögrið. Þarna er ég ekki alveg viss um kynferðið, en fjallið heitir Kögur. (samanber þar sem segir í Áföngum Jóns Helgasonar "Kögur og Horn og Heljarvík" - þar sem hann hlýtur eiginlega að hafa átt við Hælavík)
Jæja, það stóð semsagt til að ganga á Kögrið og karlmennirnir á bænum ætluðu allir að taka þátt í þessari miðnæturgöngu. (gott ef sólin á ekki að dansa á haffletinum um Jónsmessuna þarna norður við heimskautsbaug)
Allir fimm fóru þeir af stað og allir komu þeir aftur. Ég sneri samt við þegar ég sá fram á að klettabeltin ofarlega í fjallinu mundu verða mér ofviða og í allra besta falli mundi ég tefja hina óhæfilega mikið. Það var eiginlega jafnvægisskynið frekar en annað sem varð þess valdandi að ég hætti við. Undir lokin var brattinn orðinn það mikill að ég var nánast farinn að skríða svo ég sá að best var að kyngja stoltinu og hætta þessu.
Hinir ofurhugarnir (Jói og Guðmundur pabbi hans ásamt Bjarna og Benna) komust allir fjórir á topp Kögursins og sáu miðnætursólina dansa. Þessu til sönnunar eru til myndir (ja, kannski ekki beinlínis af sólardansinum) en bæði eru þær myndir mér ekki tiltækar akkúrat núna og auk þess hef ég ekki ennþá prófað að setja myndir á bloggið, en geri það kannski einhverntíma seinna.
Fyrirhuguð ferð á Straumnesfjall féll niður. Hinsvegar hefði ferðin þangað upp orðið auðveldari því þangað liggur vegur síðan starfsemi mikil fór þar fram á vegum Bandaríkjahers.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.