3247 - Páll Vilhjálmsson

Kannski er ég að koma til. A.m.k. finnst mér ekkert langt síðan ég bloggaði síðast.

Hver veit nema nú komist regla á bloggskrifin hjá mér. Einu sinni  bloggaði ég daglega, geri ekki ráð fyrir að sú regla verði tekin upp aftur. Sennilega er ég ekki einu sinni fær um það.

Trump er alltaf til vandræða. Nú bætist það við að hann er orðinn óvinsæll í Bandaríkjunum, og er þá mikið sagt.

Annars er það svo, að þó öfga-hægrimenn einsog Páll Vilhjálmsson haldi því fram að gagnrýni á Ísraelsmenn útaf Gazastríðinu stafi af Gyðingahatri, þá er allsekkkert sem bendir til að svo sé.

 Já, ég sagði að ég og margir fleiri (kannski flestir) álíti Palla öfga-hægrimann. Samt er hann mjög vinsæll hér á Moggablogginu og kannski er það engin furða. A.m.k. styður hann Putin bæði leynt og ljóst. Öllum er þó ljóst að hann (þ.e. Putin) er árásaraðilinn.

Hættur í bili.

IMG 2973Einhver mynd.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband