3243 - Um mig

Ekki virðist það ætla að ganga. Ég meina regluleg blogg.

Ekkert kemur víst af sjálfu sér.

Veit ekki hvað ég á að skrifa um. Best að ég skrifi sem mest um sjálfan mig. Í því efni ættti ég að vera sérfræðingur. Aðrir hafa ekki áhuga. Hef mikið verið að horfa á „youtube“ að undanförnu. Mest á rússneskt og kínverskt efni. Matarefni allskonar líka. Samt er ég lélegur kokkur.

Um að gera að skrifa ekki mikið til að byrja með. Þegar mér fer fram með fingrasetningu o.þ.h. lagast það vonandi. Ekki ætla ég þó að skrifa pólitíska langhunda.

Er vongóður um að mér leggist eitthvð til.

Hættur í bili.

IMG 1032Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll skólabróðir og gaman að sjá þig aftur á blogginu eftir áföll s.l. árs.
Þegar við þekktumst varst þú nú ansi snjall vélritari ef mig misminnir ekki, þannig að fingrasetningin hlýtur að rifjast fljótt upp þegar þú ferð að fikra þig áfram.

Þú manst væntanlega eftir honum Hlöðver Erni Vilhjálmssyni. Hann hefur lengi haldið dagbók og var byrjaður á því þegar við vorum allir í sama skólanum. Við hittumst einu sinni í mánuði ansi mörg úr mínum bekk yfir vetrartímann, og stundum hefur Hlölli lesið upp úr dagbókum sínum frá þeirri dagsetningu sem við á ef hann hefur talið að það gæti skemmt okkur hinum. Það er stundum skellt upp úr á þeim stundum! 
m.b.kv.

G. Þorkell Guðbrandsson 26.3.2025 kl. 15:22

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

JÁ, Keli minn ég man vel eftir Hlöðver Erni. vissi samt ekki um þessi dagbókarskrif hans. Gaman væri að heyra meira um þau. Best að ná sambandi við mig hér.

bless 

Sæmundur Bjarnason, 28.3.2025 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband