3239 - Árans kóvítið og krabbameinið

Nú má segja að nýtt tímabil hefjist í mínu lífi, því konan mín til meira en 60 ára er látin. Kannski verður þetta tímabil stutt. Ég ræð litlu um það. Á mánudaginn kemur (þann 10. febrúar) verða tvö ár liðin frá því ég endurfæddist til skilnings á því hve þýðingarlaus ég er í samhengi hlutanna, en framað því hafði ég haldið að ég skipti einhverju máli. Þann dag kom ég heim af sjúkrahúsi eftir mögnuð veikindi.

Ekki ætla ég mér þá dul að fara að ræða um konuna mína hérna enda væri það ekki viðeigandi en læt þess að sjálfsögðu getið að hennar er sárt saknað af systkinum sínum, afkomendum  og mörgum fleirum.

Er öfgahægrið að ná völdum í veröldinni? Uppgangur Trump-ismans gæti bent til þess. Eins og ég skilgreini öfgahægrið er það andstæðan við villta vinstrið. Alheims-stjórnmál eru ásamt mörgu öðru mitt helsta áhugamál um þessar mundir. Kannski ræði ég það nánar á næstunni.

Nú er ég hættur. Best er að hafa innleggin í bloggið fremur stutt. Þá eru þau frekar lesin.

IMG 2830Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

"Skiljið eftir alla von, þeir sem inn ganga". 

Samkv. Dante þá munu þessi orð standa utan við dyr helvítis.

Sæmundur, við megum aldrei missa vonina.

Með samúðarkveðju, Hörður.

Hörður Þormar, 9.2.2025 kl. 23:08

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir, Hörður.

Sæmundur Bjarnason, 10.2.2025 kl. 07:02

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Samúðarkveðjur Sæmundur.

FORNLEIFUR, 10.2.2025 kl. 12:52

4 identicon

Mínar innilegustu samúðarkveðjur; til þín og fjölskyldunnar allrar.

Óskar Helgi Helgason 10.2.2025 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband