3233 - Hlaðvarp ætti að vera hljóðvarp

Orðið hlaðvarp er rugl og vitleysa. Rangt myndað auk annars. Fyrir þessu má færa sannfærandi rök. Nefnd sú er ég held að þessu ráði og á sínum tíma kom fram með orðið „Surtsey“ sem miklum deilum olli, hefur í þessu tilfelli látið hljóðláta hægindakomma ráða of miklu. Vissulega var búið að ljá orðinu „hljóðvarp“, nýja merkingu umfram málfræðilega merkingu orðsins, en samt hefði orðið „hljóðvarp“ verið rétt myndað.

Orðið „hlað“ vísar ekki í neitt sem hefur merkingu í þessu sambandi og er þessvegna ruglandi mjög. Því er oft haldið fram að íslenskan sé í raun auðlærð vegna merkingarbærra samsetninga, en í þessu tilfelli hefur verið farið gjörsamlega á svig við slíkt. Auk alls annars eru mörg dæmi þess að sama orðið hafi margskonar merkingu og ásæðulaust með öllu að láta slíkt hafa áhrif á sig.

Nenni ekki að skrifa langhund eins og sumir og ætla þessvegna að láta þetta duga að sinni. Kveð því núna.

IMG 3220Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband