15.11.2024 | 07:15
3233 - Hlaðvarp ætti að vera hljóðvarp
Orðið hlaðvarp er rugl og vitleysa. Rangt myndað auk annars. Fyrir þessu má færa sannfærandi rök. Nefnd sú er ég held að þessu ráði og á sínum tíma kom fram með orðið Surtsey sem miklum deilum olli, hefur í þessu tilfelli látið hljóðláta hægindakomma ráða of miklu. Vissulega var búið að ljá orðinu hljóðvarp, nýja merkingu umfram málfræðilega merkingu orðsins, en samt hefði orðið hljóðvarp verið rétt myndað.
Orðið hlað vísar ekki í neitt sem hefur merkingu í þessu sambandi og er þessvegna ruglandi mjög. Því er oft haldið fram að íslenskan sé í raun auðlærð vegna merkingarbærra samsetninga, en í þessu tilfelli hefur verið farið gjörsamlega á svig við slíkt. Auk alls annars eru mörg dæmi þess að sama orðið hafi margskonar merkingu og ásæðulaust með öllu að láta slíkt hafa áhrif á sig.
Nenni ekki að skrifa langhund eins og sumir og ætla þessvegna að láta þetta duga að sinni. Kveð því núna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sjálfum finnst mér bæði Hlaðvarp og Surtsey, ágætis orð, en pistillinn góður.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2024 kl. 11:40
Takk, Guðjón.
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2024 kl. 17:16
Hljóðvarp er gamalt orð yfir útvarp með línulegri dagskrá. Þegar hugtakið podcast/hlaðvarp varð til held ég að fólki hafi fundist þurfa hugtak sem aðskildi það frá útvarpi, þar sem um er að ræða andstæðu við hefðbundna línulega dagskrá. Þessa kenningu byggi ég á minni eigin tilfinningu fyrir tungmálum og orðsifjum svo það sé tekið fram.
Upphaflega enska orðið er "podcast" sem er dregið af "broadcast" (útvarp) en vísar um leið til þess að þegar það varð til voru flestir notendur með spilara ("ipod") og hlóðu upptökunum niður af netinu til að setja á slíka spilara og hlusta svo á þær þegar þeim hentaði, svo sem á ferðinni. Þegar íslenska orðið "hlaðvarp" varð til var líklega verið að innleiða þessa tilvísun til þess að hlaða upptökurnar niður til síðari afspilunar. Það á sér líka samsvörun í því að fyrst er upptökunum hlaðið upp á netþjóna til að gera þær svo aðgengilegar fyrir fólk sem vill hlaða þeim niður til hlustunar.
Svo gerðist það með tímanum að spilararnir runnu saman við snjallsíma og þeir urðu sítengdir við netið þannig að fólk hætti að hlaða upptökunum niður sérstaklega og nú til dags er þeim streymt beint af netþjónum í tækin þegar fólk vill hlusta. Engu að síður er þá í raun verið að hlaða efninu niður en það gerist bara í rauntíma og er spilað jafnóðum (svokallað "streymi"). Auk þess þarf notandinn ekki lengur að geyma eintak af efninu á tækinu sínu því það er alltaf aðgengilegt á netþjóninum sem hýsir það.
Þannig má í raun segja að íslenska hugtakið "hlaðvarp" standi enn fyrir sínu sem lýsing á hljóðrænu efni sem notandinn hleður niður (eða streymir) og hlustar á í tölvu eða snjalltæki sínu. Aftur á móti hefur enska orðið "podcast" tapað tengingunni við uppruna sinn því það er enginn með "ipod" spilara lengur heldur nota (næstum) allir snjallsíma í sama tilgangi.
Ef það er einhver þörf á að finna betra orð eða uppfæra það til samræmis við tækniþróun má benda á hið ágæta hugtak "streymi" en það getur náð utan um hverskonar efni sem er sótt af netinu til afspilunar í rauntíma. Við þekkjum öll streymisveitur með myndstreymi á borð við YouTube, Netflix o.fl. Á svipaðan hátt mætti nota orðið hljóðstreymi yfir hljóðrænt efni sem er miðlað á sama hátt, þar á meðal það sem hefur verið kallað hlaðvarp.
Afsakið langhundinn en mér finnst vangaveltur um tungumálið áhugaverðar og það er við hæfi á degi íslenskrar tungu. Til hamingju með daginn.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2024 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.