3199 Þessi vika

Allavega er ég að hugsa um að skrifa eitthvað í hverjum mánuði héðan í frá. Ef ég verð í stuði skrifa ég kannski daglega eða svona sirkabát annan hvern dag.

Að vísu er ég ekkert viss um að neinir lesi þetta bull í mér. A.m.k. er þetta nýjasta blogg hjá mér alveg athugasemdalaust. Það er samt ekki alveg að marka því að á meðan ég þokast upp vinsældalistann hljóta einhverjir að lesa þetta. Var áðan að athuga hve margar örsögur ég á á lager og eru aftan við söguna um Guttorm dúllara og þær reynust vera yfir tuttugu, svo ég verð ekki á flæðiskeri staddur á næstunni þeirra vegna.

Í gærkvöldi fór ég seint að sofa. Vesen með tölvuna. Þegar ég vaknaði í morgun klukkan að verða 10 var farið að birta. Svei mér þá. Fannst næstum því vera komið vor. Á morgun fer ég suður til Rvíkur. Til að mynda kviðslitið sem ég held að ég sé með. Heimilislæknirinn hann Árni heldur það líka, held ég.

Á miðvikudaginn eigum við svo að fá læknisvottorð vegna endurnýjunar á ökuskíteininu. Fleira liggur svo ekki fyrir í þessum mánuði, held ég. Ég ætla samt að reyna að vera duglegur að blogga og taka til. Fór með dót í geymsluna í dag.

Á laugardaginn kemur verð ég að vísu eins árs, en nánar um það seinna.

Ég endurfæddist nefnilega í vissum skilningi þegar ég kom heim í fyrra af sjúkrahúsinu eftir alvarleg veikindi.

Í gær var miðvikudagur og við fórum að fá læknisvottorð, en prentarinn hjá lækninum var bilaður svo ég þarf að fara aftur í dag.                                  

En nóg um það, ég skrifa kannski um það og margt fleira seinna meir. Um að gera að hafa bloggin stutt núna, svo það er kannski væri bara best að hætta strax.

Eldgos hófst í dag og ég ekki búinn að setja upp bloggið mitt. Kannski ég hætti bara. Aðrir verða eflaust til að skrifa um það. Sem sagt hættur.

 

IMG 3518Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband