3196 - Matur er mannsins megin

Ég er stundum að velta því fyrir mér af hverju ég borða miklu minna núna en ég gerði. Einkum borðaði ég mikið á heilsuhælinu. Sennilega var það í og með af því að þannig fæði á betur við mig. Ástæða þess að ég borða ekki eins mikið núna er að svolitlu leyti, ímynda ég mér, sparnaður. Við lifum óhemju spart, en það finnst mér allsekki vera aðalástæðan. Önnur ástæða er leti. Aðrar ásæður veit ég ekkert um. Þær eru samt örugglega mjög mikilvægar. Eiginlega hef ég ekki komist að niðurstöðu um þetta, þrátt fyrir talsverðar umþenkingar.

Sumum kann að finnast þetta lítilsvirði sem umræðuefni, en það er ekki rétt. Heilbrigðisvísindi eru mikilvæg. Óneitanlega er maður það sem maður étur. Um það er þarflaust að deila.

Ómótmælt er að öll sú kjötframleiðsla sem stunduð er, er ekki umhverfisvæn. Þarflaust er um það að deila. Að láta allt þetta grasmagn fara gegnum maga jórturdýra til að breyta því í kjöt er óhagkvæmt mjög og mun smám saman breytast. Ég er ekki endilega að predika að allir gerist grasætur, en neysla jurtafæðis hverskonar mun á næstu árum aukast mjög og er það vel.

Á sama tíma munu veiðar hvers konar, að meðtöldum fiskveiðum dragast mjög saman. Slíkt er óhjákvæmilegt. Vonandi verður nýbyrjuð öld ekki öld styrjalda, þó sú síðasta hafi á margan hátt verið það.

Í dag er mánudagur og e.t.v. ráðast örlög ríkisstjónarinnar í dag. Ég held samt að Sjálfstæðismenn munu lúffa og Katrín sýna hvað í henni býr. Hún virðist ekki þurfa nema að setja BB stólinn fyrir dyrnar og að hann muni þá láta í minni pokann. Annars er þetta óljóst.

Læt þessum hugleiðingum hér með lokið, enda kominn tími til.

IMG 3538Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband