3192 - Hvað ætti ég að kalla þetta

Ég veit svosem ekki hvernig ég á að byrja þetta blogg. Einhvern vegin verður það víst samt að byrja. Ekki hef ég neina trú á að allir Grindvíkingar séu komnir í skjól. Það hlýtur samt að vera svo að hægt sé að skrifa um eitthvað annað en Grindavík. Ekki svo að skilja að ég sé búinn að fá leið á umræðuefninu. Það er engan vegin algengt að mannfjöldi á borð við þann sem um daginn þurfti að yfirgefa allt sem þeim er kærast og verða flóttamenn í einu kasti og það í eigin landi.

Bjarni kom hingað áðan og kom m.a. með bók fyrir málarasafnið hjá Áslaugu um Svavar Guðnason, sem ég man ekki eftir að hafi verið til hér. Hann fór síðan fljótlega og þarf að fara að vinna í fyrramálið. Útskýrði meðal annars fyrir okkur hugmynd um að setja upp e.t.v. í samstarfi við Benna einskonar safnarabúð á Netinu. Þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því bræðrunum. Einnig ræddi hann svolítið um skák við mig, en þar fylgist hann vel með og vill gjarnan tala um.

Best er að hætta hverjum leik þá hæst hann stendur og þessvegna er ég að hugsa um að hætta núna.

Bless.

IMG 3549Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband