3193 - Að blogga

Það var Harpa Hreinsdóttir sem segja má að hafi kennt mér að blogga. Hún er gift systursyni mínum og ég fylgdist vel með blogginu hennar þegar bloggið var verulega vinsælt. Ætli það hafi ekki verið undir lok síðustu aldar. Stundum skrifaði ég athugasemdir á bloggið hennar. Það kallaði hún „að sníkjublogga“.

Seinna las ég líka bloggin á „kaninku“ hjá Stefáni Pálssyni sem seinna varð sagnfræðingur og virðulegur fjölskyldufaðir. Einnig las ég mörg önnur blogg. Minnisstæðast a.m.k. núna er bloggið hjá rithöfundi einum sem heitir Ágúst Borgþór. Minnir að hann sé Sverrisson. Að ógleymdum bloggara sem nefndi sig „Ljósvakalæðuna“. Þar var á ferðinni Svanhildur Hólm, sem í þann tíma vann á ljósvakamiðli en fór seinna að skipta sér af stjórnmálum og hefur nú nýlega orðið að ambassador.

Guðmundur Steingrímsson heldur áfram að messa um umhverfismál. Ég get ekki að því gert að ég hlusta gjarnan á hann. Hann hefur þann sama galla frá mínum bæjdyrum séð og flestir sem um þessi mál fjalla, að hann ræðir ekkert um ástæður hnatthlýnunar. Mér finnst það skipta miklu máli að þær eru að stórum hluta af náttúrulegum ástæðum, en að sjálfsögðu finnst það ekki öllum. Og engin ástæða er að slá slöku við í náttúruvernd af þeim sökum.

Þetta er orðið nógu langt að þessu sinni og því er skást að hætta. Byrja sennilega strax á næsta bloggi. Nú er ég nefnilega kominn í stuð, þó ég skrifi hægt.

IMG 3544Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband