3191 - Hugleiðingar um ýmislegt

Í fyrndinni var ég búinn að gera ráð fyrir ótölulegu magni af bloggskrifum. Í því augnamiði hafði ég sankað að mér allskonar efni af Netinu sem ég ætlaði að kommenta á. Ég hef eða hafði nefnilega áhuga á ýmsu. Nú sé ég hinsvegar að ég vélrita svo hægt að það sem ég safnaði saman endist mér heila eilífð og þessvegna ætla ég mér að minnka það mikið.

Ég skrifa svo lítið og hægt, að það er vandræðalegt. Er samt að hugsa um að skrifa meira. Og vonandi hraðar. Konan mín segir að það sé í áttina að ætla sér eitthvað. Ég ætla mér ýmislegt. Mér finnst covidið hafa gert mig að gamalmenni. Get ekki einu sinni með sæmilegum árangri skrifað nafnið mitt. Hvað þá annað. Ef ég ætla t.d. að skrifa tossamiða get ég varla lesið hann sjálfur. Allt er erfitt. Best er að vélrita, það skilst þó. Heilastarfsemin virðist í lagi, þó hæg sé. Í veikindunum var það það eina sem ég gat gert. Að hugsa. Blaðraði samt heil ósköp. Er mér sagt. Skilst að það hafi verið á ýmsum tungumálum. Kann samt ekki til hlítar neitt nema Íslensku.

Annars ætti ég ekki að vera með þennan barlóm. Mér er engin vorkunn, samanborið við aumingja Grindvíkingana. Að fólk á besta aldri skuli skyndilega vera sett í þá aðstöðu að vita ekki einu sinni hvaða kárínur næstu mínútur gætu borið í skauti sínu. Ég veit þó að ég held áfram að vera gamalmenni, þó ég vilji það helst ekki.

Annars er þetta að verða nóg í bili.

IMG 3560Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband