3190 - Gridavík, Ukraína, Gasa

Grindavík, Ukraína og Gasa. Er alveg viss um að íbúum á þessum svæðum finnst árið 2024 ekki hafa farið vel af stað. Samt finnst mér ennþá sem árið 2024 verði mér gott. Það stafar auðvitað af sjálfselskunni í mér. Einhvern vegin finnst mér sem þetta ár verði mér hagstætt. Síðasta ár var það allsekki.

Veit svosem ekki hvað ég ætti að skrifa um í dag. Grindavík kannski. Finnst aðalmálið þar vera þessi sprunga sem liggur undir bænum. Sem betur fer þekki ég engan Grindvíking vel, en ég fer ekkert ofan af því að illa hefur verið farið með þá. Man ekki vel eftir Vestmannaeyjagosinu, enda er það svo fjarlægt í tíma að ekki gengur að miða við það. Nú eru allt aðrir tímar. Eiginlega vil ég helst ekki vera að kommenta á fréttir dagsins. Hef líka lítið til málanna að leggja þar.

Leyfðum kisu að fara smávegis út á stiga/lyftu pallinn í dag. Hún er eins árs síðan í maí svo hún er fullorðin eftr kattatímatali. Hræddur um að hún muni hugsanlega detta ef aðrir gluggar en sá sem opnast útá gangstíginn á fjórðu hæð eru opnaðir. Vil líka helst að það verði hlýtt eða a.m.k. hlýrra í veðri þegar það verður gert..

Hvað sem um annað má segja er greinilegt að greinarmerki eru veiki punkturinn hjá mér. Ég er sæmilegur í réttritun en afleitur í kommusetningum og þessháttar.

Hugur minn er einkum bundinn við landsleikinn akkúrat núna, en það mun minnka í dag. Landsleikurinn við Serba fer einkum í sögubækurnar vegna þess hve spennandi hann var. 27:27 voru úrslitin. Annars finnst mér það galli á handbolta að menn skuli hagnast á því að brjóta af sér.

Nóg um það samt.

Hættur í bili.

IMG 3561Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband