3189 - 2024

Fyrir utan það að ég gleymdi að stækka myndina sem ég setti upp í gær með blogginu, þá ætlaði ég að segja nokkur orð um myndina frá í fyrradag (eða gær). Hún er tekin í hellinum „Tintron“ sem er í Grímsnesinu og með mér á þeirri mynd eru sonur minn og bróðir minn ásamt nokkrum félögum úr björgunarsveitinni í Hveragerði. Meira er ekki um það að segja. Held ég.

Sennilega verður þetta ár (2024) ár mikilla tíðinda. Líklega springur ríkisstjórnin og þar að auki verða forsetakosningar í sumar bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Katrín forsætis mun líklega láta sjálfstæðismönnum það eftir að standa fyrir sprengingunni á stjórninni í þeirri von að bjarga með því atkvæðum flokksins og þar með þingmönnum hans. Varla getur hún þess vegna farið í forsetaframboð og þar með skilið flokkinn eftir á köldum klaka.

Annars er margt óljóst í stjórnmálum ársins.

Ekki treysti ég mér til að spá miklu um framhaldið, enda hef ég oftast rangt fyrir mér, ef ég reyni slíkt.

Nú er ég svotil alveg búinn að jafna mig í fótunum en árið hefur að mestu farið í það. 10. febrúar 2023 kom ég heim af sjúkrahúsinu og við þá dagsetningu miða ég endurfæðingu mína. Eiginlega er ég á margan hátt nýr maður eftir covid. Að endurfæðigin skuli ekki eiga sér stað fyrr en á 81. aldursári er ansi seint, en við því er ekkert að gera. Fyrir mestu er að hafa sloppið lifandi frá þessu öllu saman. Nú er bara að lifa lífinu.

Hættur.

IMG 3395Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband