3187 - Veit ekki hvað ég á að kalla þetta

Ekki hefur orðið úr því að ég bloggaði reglulega með nýju ári. Ég ætla samt að reyna. Verst hvað ég vélrita hægt, en það stendur vonandi til bóta.

Þetta eru að öllu leyti ágætis tímamót til þess að byrja aftur. Það að skrifi hægt ætti að koma í veg fyrir að ég skrifi tóma vitleysu. Þó er það ekki einhlýtt. Ef allt um þrýtur á ég nokkrar örsögur, sem ég kalla, á lager einhvers staðar.

Nú miða ég allt við veikindi mín fyrir ári. Vissulega var það efirminnilegt að halda síðustu jól á venjulegan hátt. Jólin 2023 fóru nefnilega alveg framhjá mér.

En nóg um það.

Guðni forseti er aðallega í fréttum núna. A.m.k. hér á Íslandi. Þar á eftir kemur Gasa. Og stríðið í Ukraíni er dottið niður í þriðja sæti. Ekki má samt alveg gleyma Grindavík.

Það er semsagt nóg að frétta, ef útí það er farið. Ekki get ég að sinni bætt neitt við þessar fréttir enda er ég ekki blaðamaður, bara gamalmenni sem er að reyna að láta ljós sitt skína.

Eiginlega ætti ég að auglýsa þessi skrif á fésbókinni, sem mér skilst að flestir skrifi á, en ég kann það bara ekki eða hef gleymt hvernig það er gert. Á fullt í fangi með að skrifa með fingrasetningu núna. Veikindin hafa hægt á mér á öllum sviðum.

Sennilega læt ég þetta nægja að sinni. Ég er semsagt kominn aftur. Vona ég. Bless

Untitled Scanned 03Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband