3182 - Í dag er kvennafrísafmæli

Í gær hef ég sennilega birt tvö blogg.

Mér finnst ég vera svolítið einangaður í ellinni. Lífið er að mörgu leyti að fara framhjá manni.

Svona er þetta bara. Þó maður vilji vel og gjarnan taka þátt í ýmsu er það margt sem maður getur ekki gert eða vill ekki gera og aðrir gera sér enga grein fyrir af hverju það er. Svo vill maður kannski ekki sumt, sem öðrum finnst sjálfsagt og eðlilegt að maður vilji endilega. Lífið er erfitt og tilgangslaust. Ekki þýðir samt annað en vona að allt lagist.

Óttalegur barlómur er þetta í mér. Ég sem hef það svo gott samanborið við flesta aðra. Gott getur samt alltaf batnað. Elliheimilin eru smátt og smátt að verða að einskonar sjúkrastofnunum. Ef maður getur ekki séð um sig sjálfur, ásamt sínum nánustu, eru manni allar bjargir bannaðar og dæmdur þangað.

Man að ég ætlaði þegar ég yrði gamall og á elliheimili að fara með þessa vísu:

Áður hafði áform glæst
engin þó að hafi ræst.
Nú er það mín hugsjón hæst:
„Hvenær verður étið næst?“

Og þykjast jafnvel hafa ort hana sjálfur. Þar stóð (eða strandaði) hnífurinn í kúnni, því ég var og er allsekki vanur því. Það er að eigna mér annarra manna vísur.

Þrátt fyrir allan barlóminn er þetta að verða sæmilegasta lengd á blogginnleggi. Og læt ég því staðar numið.

IMG 3616Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvenær er svo karlafrísafmæli??

Sigurður I B Guðmundsson, 24.10.2023 kl. 13:30

2 identicon

Veit það ekki. Sennilega er það eftir kvöldmat á bóndadaginn, eða jafnvel allan þorrann. 

Sæmundur Bjarnason 24.10.2023 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband