3175 - Dagskrárstjóri í nokkra daga

Sennilega er það hæsta sem ég hef á æfinni náð í þjóðfélagslegum metorðum að verða dagskrárstjóri á Stöð tvö í nokkra daga eða kannski í vikutíma eða svo.

Þannig var að bæði Goði Sveinsson og Lovísa Óladóttir fóru að mig minnir til Cannes og ég var dubbaður uppí að vera dagskárstjóri á meðan.

Man ekki hvenær þetta var en við vorum áreiðanlega að vinna á Krókhálsi 4 þegar þetta var. Auðvitað kom ekkert fyrir á meðan, sem reyndi á þessa forfrömun mína, en nú er ég orðinn svo gamall að ekki verður þetta met bætt úr þessu. Raupsaldurinn kalla sumir þetta.

Gott ef Goði skrifaði ekki bréf þar sem þetta var tilkynnt.

Ýmislegt gengur á um þessar mundir. Búast má við nýrri ríkisstjórn um helgina. Enda er sú gamla farin að verða dálítið slöpp. Ekki ætla ég að reyna að spá um ráðherrstóla en við ýmsu má búast.

Áslaug fór með Jóa í gær til læknis, en þá vildi ekki betur til en svo að hún þurfti að fara aftur í dag. Og það gerði hún. Veðrið er ágætt núna, en það var leiðinlegt í gær og verður það víst aftur á morgun.

Þetta er alveg sæmilegt orðið hjá mér hvað lengdina snertir, svo kannski ég hætti bara.

 IMG 3731

Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband