3165 - Ýmislegt o.fl.

Ég er að hugsa um að fara að blogga oftar en ég hef gert að undanförnu. Ég er búinn að skila göngugridinni sem fékk lánaða á sjúkrahúsinu. Samt er ég hálfragur við að fara langt án stuðnings. Fór t.d. ekki í sjúkraleikfimi í dag (þriðjudag) því mér fannst fullmikill vindur.

Í dag er miðvikudagur og ekkert sérstakt liggur fyrir. Kötturinn er hálfóánægður núna því hann fékk ekki flóaða mjólk í gærkvöldi eins og hann er vanur. Gaf honun pínulítið af harðfiski í staðinn.

Kannski ég hafi þetta einsog einskonar dagbók, en þá verð ég að passa að skrifa bara um það sem allir mega vita. Um daginn (sennilega á mánudaginn) komu systur Áslaugar þær Hafdís og Kiddý ásamt Þór og Sollu í heimsókn hingað. Hafdís og Jói komu svo líka og svo þurfti Áslaug að fara og sitja yfir á sýningu listfélagsins í björgunarfélagshúsinu. Þangað konu dálítið margir og kannski hefur Áslaug nælt sér í veikindin þar.

Bjarni kom svo í snögga heimsókn í gær og skilaði skyrtum og þ.h. sem Tinna vildi ekki nota.

Eitthvað miðar mér við vinsældirnar, það er samt litið að marka slíkar vinsældir. T.d. held ég að Palli falli eitthvað í vinsældum þegar Samherjamálinu lýkur, sem væntanlega verður einhverntíma.

Annars er þetta pólitískt mál og ég hef ekki mikinn áhuga á því. Þó get ég alveg reynt að spá um hvernin það endar. Kata bjargar sennilega sínu fólki hverjir sem það eru.

Ég get líka reynt að spá um hverning Ukrainustríðið muni enda. Pútín bjargar sennilega andlitinu með því að semja um smávægilegan ávinning. Aðalspurningin er hvernig Bandaríkjamönnum gangi að fá Selenski og Co. til að gefa pínulítið eftir. Pútín þarf nefnilega að geta sýnt framá árangur sem hann líklega mun mikla sem mest.

Kalt stríð milli Rússa og Kínverja annars vegar og Nato og einkum Bandaríkjamanna hinsvegar er liklegt að geysi næstu ár og allir gleymi svonefdri hnatthlýnun á meðan.

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband