3162 - Enn um Covid

3162 – Enn um Covid

Sannarlega er kominn tími til að skrifa mars-blogg og ekki er örgrannt um það að ég fari hvað líður að blogga reglulega. Þó er engu að treysta um það.

Hef undanfarið verið að fylgjast með „STORM“-þáttunum í sjónvarpi allra landsmanna. Þar er látið eins og Covid-19 tilheyri fortíðinni. Sjálfsagt er svo fyrir mörgum. En ekki mér. Fyrir mér er þessi drepsótt að byrja núna. Sóttkvíin hentaði mér ágætlega.Var rétt dauður að þessu sinni. Fékk þennan andskota ofan í lungnabólgu fyrir jól og er svotil nýsloppinn út af spítala og hvergi nærri búinn að jafna mig. Skilst að læknar hafi deilt um hvort ég ætti mér lífsvon eða ekki. Fór að ég held þrívegis í öndunarvél er mér sagt, og gerður var á mér barkaskurður, lagað magasár o.s.frv. Og ekki nóg með það, heldur datt konan min og lærbrotnaði. Nelgd saman í Rvík og lá um hríð á sama spítala og ég. Þ.e.a.s. á Akranesi. Þar með var kIMG 3862ettlingurinn orðinn einn eftir á heimilinu og gat ómögulega séð um sig sjálfur, svo honum var komið í fóstur. Þar voru kettir fyrir. Þó hann sé mannelskur þolir hann ekki aðra ketti, svo finna varð annað fóstur. Það tókst og nú erum við öll saman aftur.

En fjölyrðum ekki un þetta. Þið verðið enn um sinn að sjá bloggið mitt og jafnvel lesa það, þó ég hafi ekkert að segja.  

Mikið er talað um Nígeríu þessa dagana og sögu þess ríkis, en hvergi hef ég séð minnst á Biafra sem hlýtur þó að vera elstu kynslóðinni ofarlega í huga þegar minnst er á sögu Nígeríu. Kannski var það bara á Íslandi sem þetta stríð vakti athygli, en mig minnir að fjölmiðlar hafi verið ákaflega uppteknir af því.

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband