3148 - Áttatíu ár

Nú er maður orðinn áttræður og kominn tími til að skrifa septemberinnleggið. Kannski skrifa ég meira seinna. Svo er ekki útilokað að ég fari að skrifa á Fésbókina, eins og aðrir. Stór hluti af því sem þar er sagt finnst mér samt vera óttalegt skvaldur. Eiginlega hef ég ekkert að skrifa um nema sjálfan mig. Kannski er það alveg nóg. A.m.k. voru afmæliskveðjurnar svo margar að allmargir virðast muna eftir mér.

Við fórum á Galito í gærkvöldi. Fimm saman. Minn betri helmingur bauð mér. Og á eftir fórum við til Hafdísar og Jóa til að púsla og háma í okkur ís og allskonar sælgæti. Þó ég yrði áttræður í gær var það ekkert á móti því að í fyrradag varð Helena 10 ára, sem er ólíkt merkilega frá afmælislegu sjónarmiði séð. Tinna fór í gær í fermingarfræðslu og verður þar í nokkra daga.

Hef ekki frá mörgu að segja fram yfir þetta. Líka er betra að hafa blogg innleggin í styttra lagi. Þá verða þau frekar lesin.

IMG 3884Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju með daginn, Sæmi minn!

Þér tókst að verða áttræður þrátt fyrir kóvítið en nú verður þú að passa þig að fá ekki apabólu í aparólu. cool

Þorsteinn Briem, 14.9.2022 kl. 15:23

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Steini. Hef hingað til forðast aparólur og hugsa að ég haldi því áfram. Kannski eru þær hættulegar. Var skíthræddur við kóvítið til að byrja með, en svo rjátlaðist það af mér.

Sæmundur Bjarnason, 14.9.2022 kl. 17:21

3 identicon

Ég óska næstum aldrei nokkrum manni til hamingju með daginn á facebook, bara til að láta ekki algrím stjórna mér. 

Hér er á hinn bóginn ekkert því til fyrirstöðu að óska þér til hamingju með 80 árin.  Það er alltaf nokkuð að lifa svona lengi og líklega við sæmilegt vit og heilsu.

Til hamingju með daginn! 

Bjarni G. 14.9.2022 kl. 18:50

4 identicon

Sæll frændi; og heillakveðjur miklar, í tilefni tímamótanna - þjer; og þinni fjölskyldu til handa.

Við nánari eftirgrennzlan mína; reynumst við vera 5 menningar (svo; vísað sje til Íslendingabókar), hvað mjer finnst hin mesta sæmd mega vera: aldeilis - í föðurföður ættir mínar / sem og í móðurmóðurættir þínar) ágæti drengur.

Með beztu kveðjum sem jafnan; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason 14.9.2022 kl. 20:30

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Bjarni og Óskar Helgi. Ég er einn af þeim sem festist í blogginu og hef fremur litlar mætur á Fésbókinni. Finnst hún einum of tilætlunarsöm stundum.

Sæmundur Bjarnason, 15.9.2022 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband