3147 - Blogg

Einu sinni bloggaði ég daglega. Ekki veit ég hvernig ég fór að því. Staðreynd er engu að síður að það gerði ég. Þó ég hafi bloggað áður í dag er ekki þar með sagt að ég hafi eitthvað að segja núna.

Hörður er dáinn og fimmtudaginn 11. ágúst næstkomandi mun ég væntanlega fara til Hveragerðis. Einhverntíma mun röðin sjálfsagt koma að mér, en hugsum sem minnst um það.

Ég gæti náttúrulega vísað í gömul blogg eins og sumir gera. Það væri samt hálfgert svindl. Einhver af þessum rúmlega þrjúþúsund bloggum mínum hljóta þó að vera sæmileg.

Nú orðið hugsa ég mest um að hafa bloggin sem styst. Áður reyndi maður að hafa bloggin löng og ítarleg. Lesefni allt er orðið svo mikið á netinu, að engum er ætlandi að lesa það allt. Ekki einu sinni það athyglisverðasta.

Það er þar sem svokallaðir „social media“ koma inn. Allt skal vera sem allra styst. Attention spanið er orðið svo stutt hjá flestum að langlokur henta ekki. Sumir (margir) reyna eftir megi að segja sem mest í sem fæstum orðum. Orðin eru oft fá, en um innleggin að öðru leyti er best að lesendur segi sem mest. Sjálfsagt er að nota slettur mikið. A.m.k ef maður er sæmilega sannfærður um að skiljast. Auðvitað skrifar hver og einn fyrir sinn lesendahóp, sem getur verið stór eða lítill eftir atvikum.

Nú get ég sem best sagt Amen eftir efninu, eins og séra Sigvaldi forðum.

IMG 3886Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband