3142 - Setjum ríkisstjórnina í biðflokk

Nú munu um það bil fimmtán ár hafa liðið frá hruninu mikla. Minningar mínar frá þessum tíma eru ósköp venjulegar. Nenni ekki að tíunda þær hér.

Segja má að kominn sé tími á nýtt hrun. Gott ef ekki stefnir í það núna. Viðmiðunarvextir Seðlabankans eiga eftir að ná nýjum hæðum. Ekki er þó líklegt að þeir nái sömu hæðum og í aðdraganda hrunsins. Sama er að segja um Verðbólguna. Útrásarvíkingarnir heita líka eitthvað annað núna, en einhverjum verður að kenna um væntanlegt hrun.

„ÍSLENSKIR BÆNDUR FLYTJA INN Æ MEIRA AF KJÖTVÖRU“, segir í aðalfyrirsögn fréttablaðsins í dag. Ekki efast ég um að þetta sé rétt. Skýringin álít ég að sé sú að forystumenn þeirra séu í „KLÍKUNNI“. Flestir sem eitthvað mega sín hér á landi eru í henni. Meðvitað eða ómeðvitað. Spillingin hér á landi er þannig að hún mælist ekki vel á alþjóðlega mælikvarða og flestum okkar þykir hún ósköp eðlileg. Frændhygli hefur lengi tíðkast hér og þó hefðbundin stéttaskipting sé lítil hér á landi er enginn vafi á því að aðstaða og eðli fólks er ákaflega misjafnt. Í þessu njótum við þess að vera pínulítil og margt af því sem tíðkast meðal stærri þjóða erum við laus við.

Kannski getur þetta gengið sem Júní-innleggið mitt. Ég held að ég hafi ekki margt fleira að segja að þessu sinni.

IMG 3658Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband