3106 - Einn af pöplinum

Þeim er víst eitthvað að fækka sem lesa bloggið mitt. Veit svosem af hverju það er. Ekki dettur mér í hug að halda að mín skrif séu eitthvað ómerkilegri en annarra hér. Held að þetta sé vegna þess að ég skrifa ekki eins oft og vera þyrfti.

Eftir því sem ég les meira í bókinni hans Guðmundar, sem ég minntist á í síðasta bloggi, verð ég þakklátari forsjóninni fyrir að ég skuli vera alveg ættlaus maður. Skyldi forsjónin annars hafa haft hönd í bagga með þetta? Áður fyrr að minnsta kosti var það álitið fremur fínt að geta flaggað ættarnafni. Nú hefur þetta eiginlega snúist við eins og svo margt annað. Nú vilja allir tilheyra pöplinum.

Kosningar voru víst um síðustu helgi. Jafnvel ég tók þátt í þeim. Kaus píratann og hyggst gera það aftur ef uppkosningar verða. Eiginlega er varla hægt að segja að þetta hafi engin áhrif haft. Samt er ég að hugsa um að fresta því að hneykslast á þessu. Allir gera mistök. Sumir viðurkenna það alls ekki, en aðrir reyna að hlaupa í hefðarskjólið. Það er stundum erfitt að viðurkenna eigin ófullkomleika. Svona er þetta bara. Að halda því fram að kosningaóregla sé bundin við Vesturland er fráleitt. Kannski kemur allt þetta Akurnesingum til góða á endanum.

Alltaf eru bloggin hjá mér að styttast. Það kann að vera best.

IMG 4225Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband