3105 - Ættarveldi

Það lá að. Ekki mátti ég segja svolítið frá Jóni Ólafssyni ritstjóra og skáldi fyrr en athugasemdum fjölgaði markvert hjá mér. Tveir afkomenda hans voru á meðal athugsemdaranna og ekki lasta ég það. Öðrum Jóni Ólafssyni kynntist ég lítillega þegar ég vann á Stöð 2. Sá Jón Ólafsson var um sumt líkur ævintýramanninum sjálfum. Umdeildur nokkuð og flýði meira að segja land eins og hann. En tölum ekki meira um það.

En hverjir eru þessir dönsku Íslendingar sem Jón Ólafsson (eldri) talar um í Íslendingabrag sínum? Til að reyna að komast að því fór ég að lesa bók Guðmundar Magnússonar sem hann nefnir „Íslensku ættarveldin“ Undirtitill þeirrar bókar er „Frá Oddaverjum til Engeyinga“ þar er meðal annars rætt um Stefánunga, Briemsætt, Thorsara og ýmsa aðra. Ekki ætla ég mér þá dul að segja að meðal þessara manna og ætta séu danskir Íslendingar. Þó er það hugsanlegt.

Ég er rétt að byrja á þessari bók og vel kann að vera að ég segi nánar seinna frá einhverju sem ég kemst að þar.

Mig minnir að ég hafi einhverntíma í bloggi eða svari við athugasemd þar minnst á „King of SÍS“. Þessu var ég alveg búinn að gleyma. Þessa sögu rekur Guðmundur Magnússon skilmerkilega í bók sinni. Þarna mun hafa verið átt við Erlend Einarsson, sem gerði það að gamni sínu eitt sinn að láta útbúa ættartré sem sýndi skyldleika hans við ýmsa fyrirmenn og kóngafólk. Margir eru snoknir fyrir slíku.

Kannski er best að hafa þetta blogg verulega stutt. Hugsanlega lesa það fleiri þá.

IMG 4240Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband