3102 - Guttormur dúllari

Nú hef ég ekki skrifað örsögur óralengi. Sennilega er best að byrja á því að æfa sig svolítið. Ég hef nú ekki mikið að segja en það hindrar mig ekkert í þessu. Get nefnilega skrifað um hvað sem ég vil. Vil bara skrifa.

Einu sinni fyrir óralöngu var maður einn hér á Íslandi sem Guttormur hét. Ekki er almennilega vitað hvers son hann var, en á sínum tíma fæddist hann að sjálfsögðu. Það var semsagt áður en hann lagðist í flakk. Móðir hans, sem var vinnukona á bæ þeim í Hópi sem Moldbrekka hét var fákunnandi mjög og talin smáskrítin. Hún kenndi krógann Sigurði nokkrum, sem var vinnumaður í sveitinni. Almannarómur var samt sá að óléttan væri bóndanum á bænum að kenna. Hann hét Skúli og var Einarsson. Hvort heldur sem Guttormur þessi var Sigurðsson eða Skúlason var svo komið fyrir honum um þrítugsaldurinn að hann var orðinn með þekktustu umrenningum á landinu.

Þar er fyrst til að taka að Guttormur þessi var þekktur fyrir að girða niður um sig og sýna á sér tittlinginn. Einkum hylltist hann til að gera þetta fyrir framan stelpukrakka sem sumar að minnsta kosti höfðu aldrei á æfinni mannstittling séð. Eins og allir vita eru mannstittlingar allt öðruvísi en barnstittlingar. Bæði stærri og loðnari. Tala nú ekki um ef þeir eru vel stífir og stórir. En þetta átti nú ekki að verða neim klámsaga svo það er best að hættta hér.

Útaf þessu voru menn dálítið á varðbergi gagnvart Guttormi. Þó nú sé vaninn að stinga svona afbrigðilegum mönnum í Steininn var ekki gerður mikill reki að því á þessum tíma. Enda Steinarnir fáir og umsetnir.

Annað sem Guttormur var þekktur fyrir var að hann kunni að dúlla. Gvendur Dúllari var nefnilega ekki sá einu sem kunni þessa list. Guttormur dúllari gerði þetta aldrei á mannamótum, heldur dúllaði hann aðallega í einrúmi. Menn höfðu þó fyrir satt að hann dúllaði jafnvel betur en Gvendur Dúllari. Stundum heyrðist dúllið í honum þegar hann nálgaðist bæina og brugðu bændur þá gjarnan á það ráð að loka stelpukrakka inni svo þær spilltust síður af tittlingnum stóra.

Það þriðja sem Guttormur þessi var frægur fyrir var að hann þvoði sér aldrei og var þar að auki nauðasköllóttur á höfðinu. Þetta gerði hann ókræsilegan nokkuð, en hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Gvendur Dúllari var með hár niður á herðar og þessvegna þekktust þeim mætavel í sundur. Jafnvel að þeim sem ekki gerðu nokkurn greinarmun á dúllinu.

Þessi inngangur er orðinn nokkuð langur, en þó ekki of langur því ekki er mikið að segja af Guttormi þessum, sem lést langt um aldur fram og var einn af síðustu umrenningunum á landi hér. Af þeim er annars löng og merkileg saga sem ekki verður sögð hér.

IMG 4273Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband