3098 - USA og EBE

Ég er stuðningsmaður aðildar Íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Andstæðingar þeirrar aðildar hafa mikið að segja um ættjarðarást og þessháttar, sem ég er að mestu leyti ósammála.

Í þessu stutta bloggi ætla ég samt ekki að gera það að umtalsefni, heldur ætla ég að gera, að gefnu tilefni samanburð á Bandaríkjum Norður-Ameríku og Efnahagsbandalaginu hvað sumt annað áhrærir eins og það kemur mér fyrir sjónir nákvæmlega í dag.

Andstæðingar aðildar hafa mjög haldið því á lofti að Efnahagsbandalagið stefni ákveðið að stórríki og stórveldi á sama eða svipaðan hátt og tíðkast í Bandaríkjunum. Þetta er rangt eins og ég mun leitast við að sýna hér á eftir.

Þó löggjöf ríkja í USA varðandi þungunarrof eða fóstureyðingarmál og ýmislegt fleira sé ákaflega mismunandi í þar og í Efnahagsbandalaginu er ekki þar með sagt að þau stefni að samskonar markmiðum.

Utanríkismál eru alfarið á könnu alríkissjórnarinnar i USA, auk þess sem sameiginleg lögregla þar er afar valdamikil. Sömuleiðis er Hæstiréttur Bandaríkjanna æðri öðrum dómstólum þar. Svo er ekki í EBE.

Þá er ég kominn að því efni sem einkum aðskilur Efnahagsbandalagið og USA, en það eru ákvæðin um úrsögn. Í USA geta ríkin yfirleitt allsekki sagt skilið við alríkið og er Þrælastriðið sem sumir nefna svo, en aðrir allt annað, gleggsta dæmið um slíkt. Brexit sem svo hefur verið kallað og flestir eru orðnir hundleiðir á, sannar svo ekki verður um villst að þessu er ekki eins varið í Efnahagsbandalaginu. Sameiginlegt tungumál gerir þennan mismun eðlilegan í USA en miklu síður í Evrópu.

IMG 4331Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband