3089 - Um aðfinnslur og fleira

Ég, og við bæði hjónin reyndar, erum sennilega með þeim síðustu sem fylgjumst með línulegri dagskrá rúvsins. Reyndar horfum við einkum á fréttir, bæði covid-fréttir og ólympíu-samskonar. Enda væri sennilega erfitt að streyma mánaðarskammti af þeim. Er annars fleira að gerast? Jú, einu sinni var minnst á loftslag og svo verða kannski kosningar einhverntíma seinna. Hugsanlegt er að ríkisstjónin fari loksins að stjórna og hætti að láta Þórólf ráða öllu. Enda virðist hann vera orðinn leiður á því.

Veit semsagt ekki hvernig þetta endar alltsaman. Kannski Jóhannes skírari fái sínu framgengt og blessaðir túrhestarnir komi aftur. Hvort þeir verða með veirur í farangrinum eða ekki verður bara að ráðast. Sennilega hef ég lesið yfir mig af dystópískum framtíðarsögum. Þar held ég endilega að ekki hafi yfirleitt verið reikað með að plágur stæðu í mörg ár. Samt er alltaf að hitna, segja margir. Sennilega verða síðusu jarðarbúarnir í endanlegri dystópíu að verjast vondum veirum á ísjaka skammt frá Norðurpólnum eftir svo og svo mörg ár.

Annars er mér sagt að vera ekki að mála skrattann á vegginn í sífellu. Hann er samt þarna. Veggurinn meina ég. Um skrattann veit ég ekki. Einhverntíma deyja víst allir. Svo er sagt a.m.k. Skilst að Sólin muni halda áfram að skína enn um sinn. Eru það ekki veirur og bakteríur sem munu landið erfa. Því er haldið fram að þær hafi lagt undir sig geiminn. Helgi Hóseasson hafði að ég held talsverðan áhuga á veirum og þessháttar ófögnuði. Gudda reyndar líka. Spurði hvort hann hefði líka skapað veirur. Og til hvers?

Ekki er nóg með að hægt sé að hespa „hinsegin dögum“ af á einum degi (sá það í Fréttablaðinu) heldur stendur „Menningarnótt“ allan liðlangann daginn (og nóttina líka, vonandi). Einu sinni var tímatal eins og nótt og dagur notað á annan hátt í íslensku. Allt breytist þó og sjálfur er ég hugsanlega að daga upp með þessar sífelldu málfarslegu aðfinnslur mínar. Annars er ég sérfræðingur í að finna að öllu mögulegu. Held því meira að segja fram að segja eigi „Stratford upon eivon“, en ekki upon „avon“ eins og sagt er í dagskrártreiler sem mikið er notaður. Sjálfur Jón Múli hikstaði einu sinni alvarlega á „Hi C“. Einu sinni voru nefnilega allar auglýsingar „lesnar“ en ekki „leiknar“ á ríkisfjölmiðlinum. Svo finnst mér líka (sem sérfræðingi) treilerar of mikið notaðir í dagskrárkynningum núna á þessum olympísku covidtímum í línulegri dagskrá.  

IMG 4634Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband