18.6.2021 | 00:02
3083 - Katla
Fyrir allmörgum árum síðan fóru tveir ungir menn á fund Sigurðar A. Magússonar með handrit að ljóðabók sem þeir höfðu soðið saman á einni kvöldstund. Sigurður var einn af helstu menningarpáfum landsins þegar þetta var. Hann tók þeim vel og hrósaði mikið ljóðunum. Sennilega var annar ungu mannanna Geirlaugur nokkur Magnússon, sem seinna varð allþekkt skáld. Þetta minnir mig bara og kannski er þetta tóm vitleysa. Ljóðin eða úrval þeirra var seinna birt í Vikunni. Ástæða væri til að rifja þessa sögu upp með ítarlegri staðreyndum. En hvað sem um það er að segja lærði ég eitt ljóðið og þó ég muni ekki hvað það var kallað var það svona:
Þetta eru ekki góðar tvíbökur.
Öðru sinni hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að drepa í fæðingu breytingar á stjórnarskránni. Fosetinn var óánægður með það þó hann segði ekki mikið. Auðvitað kann að vera að aðrar ástæður en ótti við BB hafi ráðið þessari gjörð hennar. Engu held ég að hefði verið tapað þó umræður um stjórnarskrána hefðu farið fram í ágúst. Andstaða Sjálfstæðisflokksins var allsekki örugg. Vel held ég að gera hefði mátt ráð fyrir að æstustu fylgismenn breytinga hefðu sætt sig við lagfæringar. (Jafnvel tiltölulega litlar). Nú held ég að VG hafi misst af tækifæri til að auka stærð sína umtalsvert. Fyrir mér var það augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Katrín ákvað að flytja sína eigin tillögu.
Trump þykist vera vinsælli en Biden nú um stundir. Þetta er augljóslega hin mesta vitleysa og líklegast er að hann nái ekki einu sinni að komast í framboð fyrir Republikanaflokkinn í næstu forsetakosningum. Það eru allir orðnir leiðir á honum og æstustu fylgismönnum hans. Sennilegast er að Biden sigri aftur þá.
Ekki fór ég út að ganga í morgun. Veit ekki annað en hátíðahöld hafi farið sæmilega fram hér á Akranesi. Fjölmenni á útisamkomum virtist þó ekki mikið.
Reyndi að horfa á Kötlu-myndina á Netflix í kvöld. Þótti hún fremur léleg að flestu leyti. Margt var þó mjög fagmannlegt við gerð hennar. Þegar strákurinn fór að sparka í og tala við dauða rollu var mér nóg boðið og hætti að horfa. Baltasar Kormákur er orðinn einum of amerískur í hugsunarhætti fyrir minn smekk. Vel getur samt verið að þessi sería verði vinsæl vegna Íslands-forvitninnar hjá mörgum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
How Popular Is Joe Biden? - Polls
Þorsteinn Briem, 18.6.2021 kl. 07:13
16.11.2020:
"Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarps að nýrri stjórnarskrá.
Þá kváðust ríflega fjórir af hverjum fimm vilja sjá ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis og rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í nýrri stjórnarskrá.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23.-28. október 2020.
Alls kváðu 66% svarenda að þeir vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem er óbreytt frá könnun MMR sem framkvæmd var í apríl 2012, hálfu ári áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram.
Til samanburðar má geta þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar var að 67% þeirra sem tóku afstöðu kusu með tillögum stjórnlagaráðs en 33% á móti."
Tveir þriðju Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 18.6.2021 kl. 07:18
Takk Steini. Þetta er eflaust alveg rétt og styður mitt mál. Í kosningum til Alþingis endurspeglast þetta þó ekki, enda er þá fjölmargt annað sem máli skiptir. Kosningahegðun fólks breytist trauðla.
Sæmundur Bjarnason, 18.6.2021 kl. 09:21
Viðtal við Sigurgeir um Þokur ofl.
https://timarit.is/page/1572059?iabr=on#page/n21/mode/2up
Sumt mergjaður skáldskapur, man ekki lengur nema þetta:
Þótt leðjumognan leggist yfir þang
og lastakögur grandi öllum líð.
Þá dymmir yfir, djúpið knýr í fang
og deglumergðin snapir ferskjugríð.
Jamm, það voru ekki allir sáttir, eftirá.
Haukur Árnason, 18.6.2021 kl. 15:00
Takk Haukur. Þetta er frábær saga. Fór beina leið inná timarit.is og las þetta.
Sæmundur Bjarnason, 18.6.2021 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.