3082 - Vertu trúr yfir litlu

Ţó ég hafi fremur lítiđ álit á stjórnmálum er ég ađ hugsa um ađ setja hér á blađ eftirmćli ríkisstjórnarinnar. Já, hún er á útleiđ ţó henni hafi tekist ađ framlengja líf sitt til haustsins. Alveg frá upphafi var ţađ fyrirséđ ađ ţessi ríkisstjórn mundi gera sem allra minnst. Ekki er hćgt ađ bera á móti ţví ađ hún hafi lent í ófyrirséđum hremmingum ţar sem Covid-faraldurinn er. Einmitt ţar hefur hún stađiđ sig einna best. Einkum međ ţví ađ gera sem allra minnst og velta sem mestu af ábyrgđinni á ţríeykiđ margfrćga, einkum ţó á Ţórólf sóttvarnarlćkni sem segja má ađ hafi veriđ nánast einvaldur í kófinu öllu sem vonandi er ađ ljúka.

Ađ öđru leyti hefur ríkisstjórnin stađiđ sig fremur illa. Engum stórmálum hefur veriđ komiđ í gegn, enda eru flokkarnir sem ađ henni standa heldur ósamstćđir. Segja má ađ ţađ hafi veriđ einn stćrsti sigur hennar ađ hafa lafađ ţetta lengi viđ völd. Einkennilegt er ađ ţó hefur hún notiđ allmikils trausts og ekki er laust viđ ađ forsćtisráđherra eigi skiliđ prik fyrir ađ hafa haldiđ henni saman.

Fjölmiđlar hafa haft sig mikiđ í frammi ađ undanförnu. Eiga ţó í mestu vandrćđum međ ađ fjármagna sig ţar sem auglýsingar eru ađ stórum hluta á leiđ úr landinu. Samfélagslegu fjölmiđlarnir eru óvandađir mjög og segja má ađ kjaftasögur af öllu tagi hafi fengiđ vćngi og séu ţađ sem smjattađ er á. Ţó veita ţeir mikiđ ađhald og ekki ber ađ vanmeta ţá. Segja má ađ miđlun öll svosem blöđ, bćkur, símar, tölvur og fleira hafi aukist mjög ađ undanförnu og ekki minnkar vandi ţeirra fjölmiđla sem gjarnan vilja ná til allra landsmanna viđ ţađ.

„Vertu trúr yfir litlu og ţá verđur ţú yfir mikiđ settur.“ Ţegar ég fór í mín morgungöngu um sjöleytiđ núna áđan kom mér ţessi setning í hug og er búin ađ vera ţar síđan. Ţetta kemur eins og í stađ hinnar daglegu vísu sem ég hef áđur minnst á. Ţetta gćti veriđ spakmćli úr biblíunni eđa til ţess gert af atvinnurekendum og auđmönnum ađ hafa stjórn á pöplinum.

IMG 4750Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Kata Jakobs fín varđ frú,
í flokksins kvöl og pínu,
yfir litlu enn er trú,
í aftursćti sínu.

Ţorsteinn Briem, 14.6.2021 kl. 09:38

2 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Samkvćmt skođanakönnun MMR var fylgi Vinstri grćnna 1. júní síđastliđinn 11% en var 17% í síđustu alţingiskosningum, áriđ 2017. cool

"Alţingiskosningar voru bođađar haustiđ 2017 eftir ađ ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks, Viđreisnar og Bjartrar framtíđar klofnađi í kjölfar hneykslismála vegna uppreistar ćru kynferđisafbrotamanna." cool

Ţorsteinn Briem, 8.11.2017:

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kolféll fyrir tíu dögum og nú á ţađ sem sagt ađ vera hlutverk Vinstri grćnna ađ endurreisa ţá ríkisstjórn, sem Björt framtíđ og Viđreisn stórtöpuđu á ađ taka ţátt í og Vinstri grćnir hefđu ađ sjálfsögđu einnig gert. cool


Framsóknarflokkurinn hefur ekki veriđ minni í hundrađ ára sögu flokksins, jafn lítill og flokkurinn var í fyrrahaust ţegar hann beiđ afhrođ í alţingiskosningum.

Og ekki kemur á óvart ađ Hjölli Gutt ţykist geta veriđ aftursćtisbílstjóri í ríkisstjórn ţar sem Sjálfstćđisflokkurinn yrđi langstćrstur og stjórnađi ţví sem hann vildi stjórna eins og hann gerđi í síđustu ríkisstjórn. cool

Ţorsteinn Briem, 14.6.2021 kl. 10:53

3 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ţađ var um kvöld eitt ađ Kötu ég mćtti
hún var ađ koma frá Bjarna og heim.
Ţađ var í Covid međ kolsvörtum hćtti
og kvikindin döpur sem liđsinntu ţeim.

Sćmundur Bjarnason, 15.6.2021 kl. 21:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband