14.6.2021 | 08:28
3082 - Vertu trúr yfir litlu
Þó ég hafi fremur lítið álit á stjórnmálum er ég að hugsa um að setja hér á blað eftirmæli ríkisstjórnarinnar. Já, hún er á útleið þó henni hafi tekist að framlengja líf sitt til haustsins. Alveg frá upphafi var það fyrirséð að þessi ríkisstjórn mundi gera sem allra minnst. Ekki er hægt að bera á móti því að hún hafi lent í ófyrirséðum hremmingum þar sem Covid-faraldurinn er. Einmitt þar hefur hún staðið sig einna best. Einkum með því að gera sem allra minnst og velta sem mestu af ábyrgðinni á þríeykið margfræga, einkum þó á Þórólf sóttvarnarlækni sem segja má að hafi verið nánast einvaldur í kófinu öllu sem vonandi er að ljúka.
Að öðru leyti hefur ríkisstjórnin staðið sig fremur illa. Engum stórmálum hefur verið komið í gegn, enda eru flokkarnir sem að henni standa heldur ósamstæðir. Segja má að það hafi verið einn stærsti sigur hennar að hafa lafað þetta lengi við völd. Einkennilegt er að þó hefur hún notið allmikils trausts og ekki er laust við að forsætisráðherra eigi skilið prik fyrir að hafa haldið henni saman.
Fjölmiðlar hafa haft sig mikið í frammi að undanförnu. Eiga þó í mestu vandræðum með að fjármagna sig þar sem auglýsingar eru að stórum hluta á leið úr landinu. Samfélagslegu fjölmiðlarnir eru óvandaðir mjög og segja má að kjaftasögur af öllu tagi hafi fengið vængi og séu það sem smjattað er á. Þó veita þeir mikið aðhald og ekki ber að vanmeta þá. Segja má að miðlun öll svosem blöð, bækur, símar, tölvur og fleira hafi aukist mjög að undanförnu og ekki minnkar vandi þeirra fjölmiðla sem gjarnan vilja ná til allra landsmanna við það.
Vertu trúr yfir litlu og þá verður þú yfir mikið settur. Þegar ég fór í mín morgungöngu um sjöleytið núna áðan kom mér þessi setning í hug og er búin að vera þar síðan. Þetta kemur eins og í stað hinnar daglegu vísu sem ég hef áður minnst á. Þetta gæti verið spakmæli úr biblíunni eða til þess gert af atvinnurekendum og auðmönnum að hafa stjórn á pöplinum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Kata Jakobs fín varð frú,
í flokksins kvöl og pínu,
yfir litlu enn er trú,
í aftursæti sínu.
Þorsteinn Briem, 14.6.2021 kl. 09:38
Samkvæmt skoðanakönnun MMR var fylgi Vinstri grænna 1. júní síðastliðinn 11% en var 17% í síðustu alþingiskosningum, árið 2017.
"Alþingiskosningar voru boðaðar haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar klofnaði í kjölfar hneykslismála vegna uppreistar æru kynferðisafbrotamanna."
Þorsteinn Briem, 8.11.2017:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kolféll fyrir tíu dögum og nú á það sem sagt að vera hlutverk Vinstri grænna að endurreisa þá ríkisstjórn, sem Björt framtíð og Viðreisn stórtöpuðu á að taka þátt í og Vinstri grænir hefðu að sjálfsögðu einnig gert.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið minni í hundrað ára sögu flokksins, jafn lítill og flokkurinn var í fyrrahaust þegar hann beið afhroð í alþingiskosningum.
Og ekki kemur á óvart að Hjölli Gutt þykist geta verið aftursætisbílstjóri í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn yrði langstærstur og stjórnaði því sem hann vildi stjórna eins og hann gerði í síðustu ríkisstjórn.
Þorsteinn Briem, 14.6.2021 kl. 10:53
Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti
hún var að koma frá Bjarna og heim.
Það var í Covid með kolsvörtum hætti
og kvikindin döpur sem liðsinntu þeim.
Sæmundur Bjarnason, 15.6.2021 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.