3082 - Vertu trúr yfir litlu

Þó ég hafi fremur lítið álit á stjórnmálum er ég að hugsa um að setja hér á blað eftirmæli ríkisstjórnarinnar. Já, hún er á útleið þó henni hafi tekist að framlengja líf sitt til haustsins. Alveg frá upphafi var það fyrirséð að þessi ríkisstjórn mundi gera sem allra minnst. Ekki er hægt að bera á móti því að hún hafi lent í ófyrirséðum hremmingum þar sem Covid-faraldurinn er. Einmitt þar hefur hún staðið sig einna best. Einkum með því að gera sem allra minnst og velta sem mestu af ábyrgðinni á þríeykið margfræga, einkum þó á Þórólf sóttvarnarlækni sem segja má að hafi verið nánast einvaldur í kófinu öllu sem vonandi er að ljúka.

Að öðru leyti hefur ríkisstjórnin staðið sig fremur illa. Engum stórmálum hefur verið komið í gegn, enda eru flokkarnir sem að henni standa heldur ósamstæðir. Segja má að það hafi verið einn stærsti sigur hennar að hafa lafað þetta lengi við völd. Einkennilegt er að þó hefur hún notið allmikils trausts og ekki er laust við að forsætisráðherra eigi skilið prik fyrir að hafa haldið henni saman.

Fjölmiðlar hafa haft sig mikið í frammi að undanförnu. Eiga þó í mestu vandræðum með að fjármagna sig þar sem auglýsingar eru að stórum hluta á leið úr landinu. Samfélagslegu fjölmiðlarnir eru óvandaðir mjög og segja má að kjaftasögur af öllu tagi hafi fengið vængi og séu það sem smjattað er á. Þó veita þeir mikið aðhald og ekki ber að vanmeta þá. Segja má að miðlun öll svosem blöð, bækur, símar, tölvur og fleira hafi aukist mjög að undanförnu og ekki minnkar vandi þeirra fjölmiðla sem gjarnan vilja ná til allra landsmanna við það.

„Vertu trúr yfir litlu og þá verður þú yfir mikið settur.“ Þegar ég fór í mín morgungöngu um sjöleytið núna áðan kom mér þessi setning í hug og er búin að vera þar síðan. Þetta kemur eins og í stað hinnar daglegu vísu sem ég hef áður minnst á. Þetta gæti verið spakmæli úr biblíunni eða til þess gert af atvinnurekendum og auðmönnum að hafa stjórn á pöplinum.

IMG 4750Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kata Jakobs fín varð frú,
í flokksins kvöl og pínu,
yfir litlu enn er trú,
í aftursæti sínu.

Þorsteinn Briem, 14.6.2021 kl. 09:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnun MMR var fylgi Vinstri grænna 1. júní síðastliðinn 11% en var 17% í síðustu alþingiskosningum, árið 2017. cool

"Alþingiskosningar voru boðaðar haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar klofnaði í kjölfar hneykslismála vegna uppreistar æru kynferðisafbrotamanna." cool

Þorsteinn Briem, 8.11.2017:

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kolféll fyrir tíu dögum og nú á það sem sagt að vera hlutverk Vinstri grænna að endurreisa þá ríkisstjórn, sem Björt framtíð og Viðreisn stórtöpuðu á að taka þátt í og Vinstri grænir hefðu að sjálfsögðu einnig gert. cool


Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið minni í hundrað ára sögu flokksins, jafn lítill og flokkurinn var í fyrrahaust þegar hann beið afhroð í alþingiskosningum.

Og ekki kemur á óvart að Hjölli Gutt þykist geta verið aftursætisbílstjóri í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn yrði langstærstur og stjórnaði því sem hann vildi stjórna eins og hann gerði í síðustu ríkisstjórn. cool

Þorsteinn Briem, 14.6.2021 kl. 10:53

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti
hún var að koma frá Bjarna og heim.
Það var í Covid með kolsvörtum hætti
og kvikindin döpur sem liðsinntu þeim.

Sæmundur Bjarnason, 15.6.2021 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband