3080 - Er Covidið búið?

Nú er orðið kvöldsett hér á Akranesi eins og annars staðar á landinu. Setti blogg upp í morgun og geri ekki ráð fyrir að ég setji þetta upp fyrr enn á mogun í fyrsta lagi. Ég er orðinn syfjaður núna enda fór ég snemma á fætur í morgun, þriðjudag. Þrátt fyrir að ég hafði talað illa um knattspyrnu horfði ég áðan á seinni hálfleik í landsleik Íslands og Póllands í sjónvarpinu. Ekki er því að neita að leikurinn var nokkuð spennandi. Mesta spennan var að sjálfsögðu sú hvort Íslendingum tækist að halda forystunni.

Vonandi er Covidið að verða búið. Auðvitað er það skandall hvernig ríku þjóðirnar (Ísland þar á meðal) hafa hagað sér í sambandi við dreifingu á bóluefni við þessum vírusi. Vitanlega er líka hægt að segja að mannfjöldi í heiminum sé alltof mikill. Á það hefur lengi verið bent að flest vandamál heimsins stafi af því, en lítið sem ekkert verið gert í því sambandi, enda erfitt. Að sjálfsögðu ætti að jafna lifskjör allra íbúa heimsins sem mest. Með því móti mundu flest vandamál heimsins batna stórlega. Vitanlega geri ég mér grein fyrir að það er hægara sagt en gert að draga úr fjölguninni. Pólitískar stefnur sem ætlað hefur verið að laga þetta í einu vetfangi hafa yfirleitt mistekist. Hægfara þróun er heppilegri. Mér finnst skilningur fólks vera að þróast í rétta átt hér á Vesturlöndum. Afurkippur í formi þjóðernisstefnu kemur samt alltaf öðru hvoru.

Er ég að reyna að sýnast gáfaður með þessu skrifum? Kannski. Ekki er von til þess að ég breyti neinu. Jafnvel þó allir sem þetta lesa tileinki sér þessar skoðanir. Allar skoðanir má gera pólitískar og pólitíkin gin yfir öllu. Ekkert er fréttnæmt nema það hafi ekki gerst áður eða geti valdið stjórmálalegum átökum.

Scan77Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.6.2021 (í dag):

"The European Parliament has passed the EU digital COVID Certificate Regulations with 546 votes to 93, and 51 abstentions.

The immunity certificate will be issued free of charge by national authorities and will be available in either digital or paper format with a QR code.

The purpose of the certification is to ensure travel and economic recovery in the European Union (EU).

The system of the so-called EU "green certificate" will be in place from 1 July 2021 until 1 July 2022.

It will exempt its holder from quarantine, entry restrictions and testing."

"Three different types of certificates will be available to those who have either had a negative Covid test, those who have recovered from the virus recently, or those who have been inoculated with a vaccine authorized by the European Medicines Agency (EMA).

All member states can decide whether they will accept non-EMA approved vaccines."

"Furthermore, Hungary will have access to payed Covid testing kits for those Hungarian citizens who use the EU immunity certificate.

These will be covered by the EUR 100 million which the Commission promised to set aside from the Emergency Support Instrument."

Schengen Zone Opens July 1st

Þorsteinn Briem, 9.6.2021 kl. 12:56

2 identicon

Sæll Sæmundur, 

Nei,Nei þeir hætta ekki fyrr en þeir eru búnir bólusetja vissan hluta landsmanna. Aðalatriðið er og hefur verið, að halda áfram með að nota svona óáreiðanlegar- og ónákvæmar PCR- skimanir áfram, þannig að hægt sé að segja við heilbrigt fólk aftur og aftur, að það sé veikt (fleiri smit osfrv.), svo og til að halda uppi þessari farsótta til að koma inn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa ákveðið að notast áfram við keyra þessar PCR- test á yfir 35 snúninga hringrásar mögnunar þröskuldinn, þar sem að vitað er til þess að það getur framkallað allt að 97% falskar niðurstöður (Clinical Infectious Diseases ciaa 1491 (28. sept. 2020), https://doi.org/10.1093/cid/ciaa1491). Þrátt fyrir að Portúgalskur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað að PCR próf séu óáreiðanleg og að það sé ólögmætt að setja fólk í sóttkví byggt eingöngu á þeim, svo og hafa aðrir dómsstólar í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi hafa einnig úrskurðað að PCR próf séu ekki áreiðanleg til að greina Covid19 og í því sambandi hafi þessar lokanir engan vísindalegan og/eða lagalegan grundvöll. En hér er aðalatriðið að troða þessu upp á fólk, svo og til koma inn þessum tilraunar bólusetningum með nanó- og erfðarbreyttum efnum, bóluefnum sem eru ekki fullkönnuð, en auglýst örugg hér á landi. 



Þorsteinn Sch Thorsteinsson 10.6.2021 kl. 10:37

3 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson 10.6.2021 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband