30.5.2021 | 05:25
3077- Skórinn Þorgeirs
Um daginn dreymdi mig undarlegan draum. Mér fannst við vera að flytja. Af einhverjum dularfullum ástæðum var heill haugur af skóm að aðstoða við flutninginn. Þar á meðal var nýlegur og flottur strigaskór sem Þorgeir í Holti átti. Ekki veit ég hvernig skórnir fóru að því að hjálpa til við flutninginn. En þarna voru þeir. Þetta var í kjallaraíbúð. Ég hafði farið að sofa að flutningunum loknum og vaknaði við læti í krökkunum. Þorgeir var lítill og mínir krakkar líka. Þorgeir vildi að sjálfsögðu fá skóinn sinn aftur. Ég samsinnti því og fór að leita að honum í skúffum sem skórnir höfðu verið settir í. Samt var haugur af þeim enn úti á stétt. Skórinn Þorgeirs fannst ekki og ég var búinn að sætta mig við að þurfa að borga fyrir hann nýja skó. Fór síðan áleiðis í rúmið aftur en mundi þá allt í einu eftir því að ekki höfðu allir skórnir verið settir í skúffurnar, heldur holað niður annars staðar. Verið gæti að títtnefndur skór væri þar og ég sneri samstundis við og þarmeð vaknaði ég og draumurinn varð ekki lengri. Kannski gerðist margt fleira í þessum draumi, en þetta voru aðalatriðin eða að minnsta kosti það sem ég man helst eftir.
Ég ætlaði víst að skrifa um Moggabloggsteljarann í síðasta bloggi. Verst að ég man ekki almennilega hvað ég ætlaði að skrifa. Fór í fyrsta skipti í langan tíma (held ég) niður fyrir 50 á vinsældalistanum, enda skrifaði ég afar sjaldan. Var samt nokkuð fljótur að hífa mig upp aftur þegar ég fór að skrifa næstum daglega. Flettingar voru samt oft miklu fleiri en gestirnir og það túlka ég sem svo að einhverjir séu að skoða mörg blogg hjá mér.
Á þriðjudaginn fór ég í Gamla Kaupfélagið hérna og keypti mat fyrir ferðagjöfina, sem ég hafði næstum gleymt. Á svolítið eftir af annarri, en Áslaug gaf mér sína. Fer kannski aftur í dag eða á morgun.
Aðalfundur húsfélagsins hérna var haldinn í gærkvöldi (miðvikudag) og ekki er margt um það að segja. Stjórnin var endurkjörin eins og búast mátti við. Hingað til hafa stjórnarmenn verið hálfnauðugir í þessu, en það stendur til bóta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nú hefurðu ofreynt þig við að raða í uppþvottavélina og lendir því í miklu draumarugli, Sæmi minn.
Þorsteinn Briem, 30.5.2021 kl. 11:55
Steini minn, ég er alveg búinn að sálgreina þig í tætlur, en vil ekki segja að hvaða niðurstöðu ég hef komist, þá gæti þér bara versnað.
Sæmundur Bjarnason, 31.5.2021 kl. 08:04
Sæll Sæmundur.
Þetta er skemmtilegur draumur!
Skórnir eru samferðamenn þínir fyrr og síðar því frá
þeim flytur þú ekki fremur en frá sjálfum þér.
Þó er því ekki að neita að engu líkara er en
einhver breyting verði á högum þínum innan þessa árs
og í allra síðasta lagi að komi fram 2022.
Kann að vera að þér þyki það fjarstæðukennt nú.
Húsari. 1.6.2021 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.