3070 - Vinstri stjórn

Fyrsta minning mín af stjórnmálátökum er frá desemberbyrjun 1958. Þá var ég að vinna við uppskipun í Þorlákshöfn, þó ég væri nýorðinn 16 ára. Þar var verið að skipa upp áburði að ég held. Unnið var langt fram á nótt og byrjað eldsnemma daginn eftir. Þá var það sem ég hélt að ég væri skyndilega orðinn alblindur. Ég gat nefnilega ekki með nokkru móti opnað augun. Fljótlega kom þó í ljós að þetta var útaf ryki sem safnast hafði saman í augunum á mér og blotnað þar og orðið að einskonar lími.

Nú, vinstri stjórnin var við völd þegar þetta var og Hermann Jónasson forsætisráðherra hafði beðið verkalýðshreifinguna að bíða í mánuð með 17% hækkun sem koma átti til framkvæmda 1. desember, en verkalýðshreifingin sem einmitt hélt þing sitt um þær mundir neitaði því með öllu. Þá sagði Hermann af sér og eftir nokkurra daga þjark tók minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir forystu Emils Jónssonar við völdum.

Þarna gerði verkalýðshreifingin sennilega afdrifaríka skyssu því með þessu opnaðist fyrir sjálfstæðisflokkinn að komast til valda. Hann hafði verið flokka harðastur varðandi kauphækkanir fram til þessa, en sneri að sjálfsögðu við blaðinu þegar Hermann sagði af sér.

Ég hef sennilega látið í ljós andstyggð á pólitík í þessu bloggi, en þetta er ekki pólitík heldur sagnfræði. Eftir því sem sagt er í bókinni „Ísland í aldanna rás“, er svo.

Ennþá styttist í ferðina miklu sem við hjónakornin ætlum í seint í júní og höfum pantað, með Hafdísar hjálp, gistingu víðs vegar um landið.

Þetta skrifaði ég í gær. Er meira að segja búinn að leggja drög að blogginu á morgun. Er búinn að fara í mína morgungöngu. Síminn vildi ekki með öllu þýðast mig, en er kominn í lag núna. Segi ekki meira. Bless.

IMG 4898Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Morgunblaðið, 19.6.1927:

"Þrjár orsakir eru til þess að Akurnesingar komast sómasamlega af, og þó enn fleiri.

Fyrst má telja landgæði og veðursæld. Þarna þrífast jarðepli í besta lagi, í sandi og möl; túnyrkja er nokkur. cool

Í öðru lagi er útvegur sjávarins. Aflinn nú í vor ágætur t.d.

Og í þriðja lagi hefir fólkið tamið sjer sparsemi. Það hefir sniðið sjer stakk eftir vexti. Lifað á sínu, sem kallað er, að mestu leyti.

Skemtanafíkn, skrautklæði, drykkjuskapur - sú þrenning hefir eigi náð landfestu á Skipaskaga." cool

Þorsteinn Briem, 18.5.2021 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband