3067 - Pfizer

Í dag er ég að hugsa um að fara í enga morgungöngu. Byrja þess í stað á næsta bloggi. Ævinlega er ég í besta bloggstuðinu eftir að ég hef nýlega sett upp blogg. Svo er nú.

Hafdís og Áslaug fóru til Reykjavíkur í gær og komu auviðað við í Costco og Ikea. Eru það ekki annars aðalbúðirnar í Reykjavík nú til dax? Ekki er að orðlengja það að þarna eyddu þær peningum eins og þeim væri borgað fyrir.

Gleraugnavesenið á mér hefur ekkert minnkað við augasteinaskiptin. Nú hafa sólgleraugu bæst við og að sjálfsögðu þarf ég að nota lesgleraugu þegar svo ber undir. Þessu hvorutveggja týni ég reglulega. Kannski hef ég verið búinn að skrifa um þetta áður. Við því er ekkert að gera. Ekki nenni ég að fara að lesa blaðrið úr sjálfum mér. Vona að allir skilji það.

Þó við hjónin séum bæði búin að fá Phizer bóluefnasprautu tvívegis ætla ég að reyna að sleppa því að kommenta á bóluefna og eldgosafréttir. Á þeim hljóta allir að vera búnir að fá leið. Furðulegt samt hvað blaðamenn endast. Annars væri sennilega algjör gúrka.

Bjarni kom hingað í dag til að hlaupa. Einnig kom hann með fáeinar bækur sem hann skildi eftir hér. Meðal annars bækurnar „Ísland í aldanna rás“ í tveimur bindum. (1900 – 1950 og 1951 – 1975). Einnig tvær listaverkabækur fyrir Áslaugu. Íslandsbækurnar eru afar fróðlegar og með miklu af frábærum myndum. Ekki vildi hann borða hér þó Charmaine væri að vinna.

IMG 4922Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafdís og Áslaug fóru til Reykjavíkur í gær og komu auðvitað við í Costco og Ikea. Eru það ekki annars aðalbúðirnar í Reykjavík nú til dax?"

Ikea og Costco eru í Garðabæ, sem byggður er á gömlu hrauni eins og Hafnarfjörður. cool

Og ef ekki ætti að leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna hugsanlegs hraunrennslis hefði og ætti að sjálfsögðu ekki heldur að reisa þúsundir nýrra húsa fyrir hundruð milljarða króna á gömlum hraunum í Hafnarfirði og Garðabæ.

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað um að flokkurinn ætli að hætta því? cool

Og ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að flytja í burtu strax i fyrramálið alla 4.300 íbúa Vestmannaeyjabæjar, sem er við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 48 árum?

Kom Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í veg fyrir að Vegagerðin, sem er í eigu ríkisins, byggði nýtt stórhýsi í Suðurhrauni í Garðabæ? cool

18.3.2021:

Vegagerðin flytur í maí í Suðurhraun 3 í Garðabæ (á móti Ikea og Costco)

Þorsteinn Briem, 14.5.2021 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband