3063 - Ýmsar hugleiðingar

Get ekki að því gert að mér finnst það veikleiki að þurfa alltaf að vera með einhvern hávaða í eyrunum. Hvort sem það er tónlist, upplestur, erindi eða eitthvað annað. Hljóðin úr umhverfinu eru miklu að mínu áliti miklu merkilegri. Kannski er þetta samt kostur. Með því venst fólk á hraða hugsun. En hvers virði er þessi hraða hugsun ef henni er alltaf stýrt af öðrum. Hljóðum úr umhverfinu er lika stýrt af öðrum. Jafnvel þögninni. Eins og hún getur nú verið gefandi. Lesefni stjórnar maður sjálfur hraðanum á. Kannski lesa ekki aðrir eins hægt og ég. Veit það ekki. Með því að lesa hratt, kemst maður yfir fleiri bækum á stuttum tíma. En hvers virði eru formúlubækur eins og sumar glæpasögurnar eru. Lífsreynslusögur geta hæglega verið mikils virði. Of mikið má þó af öllu gera. Líf annarra getur svosem verið merkilegt, en líf manns sjálfs hlýtur samt alltaf að vera merkilegast.

Með því að athuga 400 listann getur maður séð að sumir hafa gert tilraun til þess að verða vinsælir aftur hér á Moggablogginu. Það er samt ekki eins einfalt og sumir álíta. Vitanlega er enginn (kannski Páll samt) eins vinsæll þar og sumir álitsgjafar eru að því sem sagt er, en það er kannski ekki að marka því þessi ósköp eru öðrum þræði a.m.k. dulbúnar auglýsingar. Merkilegt annars hve Netið hefur sótt í sig veðrið á stuttum tíma. Áður fyrr var maður jafnvel álitinn svolítið skrýtinn vegna áhuga á þessu fyrirbrigði.

Ég reyni yfirleitt að skrifa um eitthvað sem aðrir skrifa ekki um. Stundum leiðir þetta mann útí allskyns vitleysu, en það má leiðrétta. Stundum ratast mér satt orð á munn eins og vani er með þá sem kjöftugir eru. Stundum skrifa ég reyndar um það sem efst er baugi í það og það skiptið, en því er allsekki að treysta.

Kannski er ég breyttur maður eftir þessa miklu þögn sem ég hef tamið mér á þessum síðustu og versta kóftímum. Hugsanlegt er að allir séu meira og minna breyttir eftir þessa miklu reynslu. Ég er ekki bara breyttur með þessa nýju augasteina, hjartsláttartruflanir og hækkandi aldur, heldur er ég kannski ekki eins mikilll einfari, sálrænt séð, eins og ég var. Ég geng heldur ekki nærri því eins hratt og ég gerði, eftir því sem síminn segir. Annars er ég meira og minna símafatlaður og vil helst ekki nota hann nema ég megi til. Kannski skrifa ég meira um þetta einhverntíma seinna. Það er að segja um símafötlunina.

IMG 4971Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband