3059 - Það er best að halda áfram

Það hefur svo sannarlega verið ætlum mín að blogga oftar en ég hef gert að undanförnu. Mér finnst afar fátt gerast nú um stundir. Það er þá helst að eitthvað gerist sem mig snertir en það má mikið vera ef sjálfmiðun mín hefur ekki farið minnkandi að undanförnu. Samt er það ekkert sérlega vitlaust að segja einkum frá sjálfum sér í blogginu sínu.

Búið er að bólusetja mig í bak og fyrir og það með fizer í bæði skiptin. Rafveningu átti ég að fara í síðastliðinn þriðjudag en þegar ég var búinn að leggjast í aðgerðarrúmið og búið að tengja mig við allskonar vélar og tæki þá var því lýst yfir að ég væri í takti og þarflaust væri að venda mér. Með það fór ég og beið svo eftir Áslaugu fyrir utan Lansann.

Eiginlega er ekkert í fréttum nema bóluefni og eldgos. Ég var eiginlega bólusettur við eldgosum í Skjólkvíargosinu í Hekluhlíðum árið 1970. Já ég var þar og það var að mörgu leyti fyrsta túristagosið á landinu. Ógleymanlegur atburður. Surtseyjargosinu man ég líka eftir og öllu af þessu taginu sem gerst hefur síðan. Ég ætla ekkert að fjalla um mína upplifun núna, en skil þessar vinsældir vel og skora á alla sem treysta sér til að fara og sjá Reykjanesgosið sem nú stendur yfir.

Einu sinni hafði ég svo mikinn áhuga á Formúlu eitt að mér fannst að allir ættu að þekkja á munstrinu á hjálmunum hvaða ökumenn um væri að ræða. Ökumenn liggja (eða lágu þá) á því lúalagi að fá stundum lánaðan hjálm hjá öðrum ökumönnum. Það gat ruglað mann og auglýsendur voru væntanlega ekki alltaf hrifnir. Að þekkja á litnum hvaða lið ætti hvern bíl, fannst mér vera líkt og að þekkja muninn á hægri og vinstri.

Stjórnmálin eru ekkert spennandi núna og verða það sennilega ekki fyrr en nær dregur kosningum. Framboðslistarnir vekja þó stundum athygli og umræður.

IMG 5011Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband