15.1.2021 | 23:50
3048 - Navalny
Sagt er að Navalny muni snúa aftur til Rússlands næstkomandi sunnudag. Þetta er dálítið vandræðalegt fyrir Putin sem þarf að fara í gegnum kosningar í sumar og má hugsanlega ekki við miklu. Ég held nú samt að hann láti handtaka Navalny og setja í nægilega langt fangelsi til þess að hann geti ekki farið í framboð. Líklega hefur Putin vonað að hann kæmi ekkert aftur. Fróðlegt verður að sjá hvernig þetta fer.
Flestir virðast vera mjög uppteknir af því hvað muni gerast í bandaríkjunum á miðvikudaginn kemur. Þá er víst sá tuttugasti og Biden verður settur í embætti þá. Mitt hald er að þá gerist hreint ekki neitt, nema náttúrulega það sem allir vita að muni gerast. Þessa dagana virðist lítið heyrast frá Trump. Hann er sennilega að velta enn fyrir sér náðunum og þessháttar. Svo er hann vís til þess að setja auknar takmarkanir á Íran og líklegt verður að telja að Biden eigi í erfiðleikum með að afturkalla þær. Atburðir þeir sem gerst hafa undanfarna daga í bandaríkjunum verða varla til að auðvelda Biden embættisstörf sín. Þó árásin á þinghúsið komi Trump eflaust illa er ekki víst að Biden græði neitt á henni.
Sumir virðast halda að Trump hafi bara tapað í forsetakosningunum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt. Hver og einn af þeim sem til greina komu í kapphlaupinu um útnefningu demókrataflokksins hefði leikið sér að því að sigra Trump. Með eða án kórónuveirunnar. Sumir í stjórn Demókrataflokksins héldu þó að Biden hefði meiri möguleika en Sanders. Sjö eða átta milljónum fleiri atkvæði fékk hann vissulega og kannski höfðu þeir rétt fyrir sér. Bernie Sanders var manna ólíklegastur til að sigra Trump. Hann var og er hugsanlega of vinstri sinnaður fyrir almenning í þessari heimsálfu. Af hverju segi ég að engin furða sé þó Trump hafi tapað? Jú, ekki er með neinu móti hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði fengið fleiri atkvæði þó mótframbjóðandi hans hefði verið annar. Ekki er líklegt að aðrir hefðu kosið hann en brjálaðir Trumpistar og nokkuð margir Repúblikanar. Athuga verður að þeir eru samkvæmt öllum skoðanakönnunum miklu færri en Demókratar í bandaríkjunum.
Þó bloggin hjá mér séu sífellt að styttast er það ekki vegna þess að ég sé orðinn skoðanalaus. Því fer fjarri. Á bara dálítið erfitt með að söðla um og hætta að skrifa um fréttir. Sennilega er ég einn af þeim fáu sem enn horfi á línulega dagskrá í sjónvarpinu. Að vísu horfi ég aðallega á fréttir, Kiljuna og Gísla Martein. Horfði á sínum tíma líka á Útsvar. Spurningaþættir hverskona höfða svolítið til mín. Til dæmis horfði ég á þáttinn sem Bragi Valdimar Skúlason stjórnaði ásamt einhverri konu sem ég kann nú ekki nafnið á. Kannski ætti ég að taka upp einskonar sjónvarpsgagnrýni hér á blogginu. Þó ég hafi unnið all-lengi á Stöð 2 er ég ekki áskrifandi að þeirri stöð og horfi aldrei á hana. Kannski væri það fulllítið að skrifa bara um þá fáu þætti sem mér þóknast að horfa á á ríkisstöðinni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Næstum dauður Navalní,
nagar sínar neglur,
stungið verður steininn í,
strekktur þar á steglur.
Þorsteinn Briem, 16.1.2021 kl. 09:48
Þetta er reyndar ofstuðlun.
Þorsteinn Briem, 16.1.2021 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.