14.1.2021 | 03:25
3047 - Um Þórberg Þórðarson (og Trump)
Einhvers staðar sá ég minnst á fataherbergi. Það minnir mig á Þórberg Þórðarson. Þetta þarf ég væntanlega að útskýra nánar. Eitt sinn var ég nefnilega verslunarstjóri í Silla&Valda búð á Hringbrautinni. Í sama húsi bjó Þórbergur. Í bókum sínum talar hann oft um umskiptingastofuna. Það hefur sennilega verið herbergi sem var notað af honum, og hugsanlega Möggu líka, sem einskonar fataherbergi. Fékk nokkurskonar hugljómum um þetta núna rétt áðan. Kannski hefur þetta komið fram áður. Ég veit ekkert um það. Hef ekki einu sinni lesið bækurnar sem Pétur Gunnarsson skrifaði um Þórberg. Svo hef ég ekki einu sinni komið á Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit. Man bara eftir þvi að Lilla Hegga kom eitt sinn í heimsókn til Birnu systur sinnar þegar ég var á Bifröst.
Enn get ég ekki annað en minnst á Trump. Upphaflega taldi ég að ekki gæti orðið af kæru fyrir embættisglöp (impeachment). Einkum taldi ég það vera vegna tímaskorts og að ekki væri ástæða til að efna til aukinnar úlfúðar í þjóðfélaginu. Nýlega sá ég því haldið fram að Mitch McConnell væri að snúast gegn honum. Í bréfi sem hann sendi nýlega til kollega sinna í repúblikanaflokknum kveðst hann munu ef til vill greiða atkvæði með sakfellingu Trumps. Ef svipaður bilbugur kemur í ljós hjá Kellyanne Conway og Söru Sanders er ég tilbúinn til að endurskoða þessa afstöðu mína og breyta henni. Steve Bannon finnst mér ekki skipta máli. Hann er eins og Trump sjálfur upptekinn af eigin skinni.
Konurnar tvær og McConnell munu einkum gera þetta með heill repúblikanaflokksins í huga og sú röksemd er þung að með því megi koma í veg fyrir að hann bjóði sig fram árið 2024. Þannig megi koma í veg fyrir að það hreðjatak sem hann óneitanlega hefur á flokknum, verði til þess að koma í veg fyrir að góður og gegn flokksmaður komist í framboð það ár.
Alltaf styttast bloggin hjá mér. Þetta er ég samt að hugsa um láta duga að þessu sinni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þórbergur Þórðarson bjó á Hringbraut 45 og undirritaður keypti tvær íbúðir á Hringbraut 44, Grenjaðarstað, og málaði húsið blátt.
Þar sem verslun Silla og Valda var til húsa á Hringbraut 49 er nú Klæðskerahöllin og þangað hafa margir umskiptingar og klæðskiptingar komið en höllin er reyndar svo lítil að þar er varla hægt að skipta um skoðun.
"Haustið 1933 réð Þórbergur Þórðarson sig sem blaðamann Alþýðublaðsins.
Árið 1934 hóf Þórbergur greinaröð í Lesbók Alþýðublaðsins með heitinu "Kvalaþorsti nazista".
Í október sama ár var Þórbergur dæmdur til 200 króna sektar fyrir Hæstarétti fyrir að "smána erlenda þjóð" með því að kalla Adolf Hitler sadista í einni greinanna."
Þorsteinn Briem, 14.1.2021 kl. 16:26
Fínar hugleiðingar. Má til með að bæta við athugasemd Þorsteins.
Frá tímum Gamla Sáttmála hefur það verið lagahefð á Íslandi að refsivert sé á Íslandi að smána erlenda þjóðarleiðtoga og er það enn svo í Almennum hegningarlögum.
Guðjón E. Hreinberg, 14.1.2021 kl. 17:43
Einu sinn þótti ekki við hæfi að sparka í liggjandi mann en það ríkir mikil Þórðargleði (lýsingarorð úr smiðju Þórbergs) yfir hvernig Trump gengur þessa dagana.
Grímur Kjartansson, 14.1.2021 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.