3023 - Söngurinn um rođasteininn

Í mínu ungdćmi var „Sangen on den röde rubin“ eđa söngurinn um rođasteininn sú bók sem viđ unglingarnir sóttum hvađ mest í. Hún var klámfengin nokkuđ og var einmitt ţessvegna vinsćl mjög hjá okkur unglingunum. Ţessi bók var eftir Norđmanninn Agnar Mykle og á íslensku var ţađ stundum kallađ „ađ myklera“ ađ klćmast eđa tala um klámfengin efni. Eftir ţennan sama höfund man ég eftir ađ hafa lesiđ smásagnasafniđ „Blettirnir á vestinu mínu“. Ein saga eđa réttara sagt atriđi úr einni sögu ţar er mér sérstaklega minnisstćtt úr ţeirri bók. Einhver úr krakkahópi henti heypoka fyrir eitt hjól bíls sem var ađ taka af stađ og rak upp vein eitt mikiđ í sama mund og bíllinn keyrđi yfir heypokann. Bílstjórinn snarađist útúr bílnum og snöggreiddist svo ofsalega ţegar hann uppgötvađi hrekkinn ađ hann sló strákinn utanundir sem stóđ fyrir ţessu. Ţetta var enginn venjulegur löđrungur, heldur missti strákurinn heyrn á öđru eyranu í kjölfariđ.

Ađ sjálfsögđu varđ dómsmál úr ţessu og bílstjórinn hafđi fátt sér til afsökunar. Hann hafđi ráđist á strákinn og skađađ hann alvarlega. Man ađ ég kenndi mjög í brjósti um bílstjórann enda er varla til verri hrekkur en ađ láta einhvern halda ađ hann hafi keyrt yfir barn.

Varđ vitni ađ slíkum atburđi í ćsku og hann hefur aldrei liđiđ mér úr minni. Vörubíll hafđi komiđ međ einhverjar vörur í bakaríiđ í Hveragerđi eđa hugsanlega var bílstjórinn bara ađ versla ţar. Af einhverjun ástćđum var bíllinn stöđvađur sunnan viđ bakaríiđ. Ţegar hann var á leiđ í burtu var honum ţví bakkađ austureftir. Lítiđ barn Sigursteins sem ţarna bjó í litlu húsi rétt hjá hafđi veriđ ađ leika sér aftan viđ bílinn og hann keyrđi yfir ţađ. Held ađ ţađ hafi dáiđ samstundis. Man ađ nafni minn í Brekku kom hlaupandi frá verkstćđinu hjá Aage (kannski var ţađ Ađalsteinn sem rak verkstćđiđ ţá) og sagđi bílstjóranum ađ hann vćri ađ keyra yfir barn. Jafnframt rak hann okkur krakkana í burtu, en viđ höfđum veriđ á leiđinni í bakaríiđ held ég. Sá ekki atburđinn sjálfan en vörubílnum man ég mjög vel eftir. Ţetta hefur eflaust veriđ nokkru fyrir 1950, en situr enn í mér. Ţekkti allvel eina dóttur Sigursteins sem var nokkrum árum eldri en ég og Áróra hét eđa heitir.

Eiginlega er ég alveg hćttur ađ fara nćrri eins oft og ég gerđi inná fésbókina. Mér leiđist hún. Einkum eftir nýjustu breytingarnar. Ţetta er mestmegnis óttalegt kjaftćđi sem ţar er ađ finna. Ţó er ţar mikiđ um allskonar upplýsingar sem slćmt er ađ vera án. Verst er hvađ ţađ eru margir sem skrifa á hana eđa setja myndir ţar og aldrei er nokkur friđur. Ţetta verđur ein samfelld og lítt ađlađandi hljómkviđa allt gauliđ ţar. Allir eru ákaflega jákvćđir og bjartsýnir. Jafnvel hjátrúarfullir og sótthrćddir. Satt ađ segja er ţetta tímaţjófur hinn versti. Auđvitađ er Moggabloggiđ og neikvćđnin ţar ekki hótinu skárri. Ađalkosturinn er sá ađ ekki er eins mikiđ af einskisverđum tilkynningum og hrútleiđinlegum upplýsingum um týnda ketti og ţessháttar ţar. Kannski á ég bara of mikiđ af fésbókarvinum. Mér finnst líka ađ ţessi bókarskratti sé einum of frekur og vilji ađ allir séu eins og hugsi svipađ.

Bandarísku kosningarnar hafa ađ mestu leyti fariđ eins og flestir bjuggust viđ. Ţegar ţetta er skrifađ er allsekki ljóst um úrslitin.

IMG 5388Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Á gumpinn fékk nú góđan skell,
gaman er ađ heyra,
Trumpsins mikiđ raus og rell,
rifrildi og fleira.

Ţorsteinn Briem, 4.11.2020 kl. 20:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband