3018 - Blái himininn

Í baksýnisspeglinum fræga sýnist mér að við Íslendingar höfum verið óvenju heppnir í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá var eftirspurn eftir matvælum mikil og við græddum á því. Sömuleiðis voru íþróttir lítið stundaðar í útlandinu á stríðsárunum. Þessvegna meðal annars gekk okkur vel þar á fyrstu árunum eftir stríð. Á hrunárunum fyrir 2008 höguðum við okkur óskynsamlega. Fer samt ekki  nánar útí það. Ef bóluefni gegn Covid-19 veirunni finnst og kemst í dreifingu nokkuð fljólega kann að koma í ljós að við Íslendingar höfum undanfarið hagað okkur nokkuð skynsamlega. Vonum það að minnsta kosti meðan enn er sæmileg von um að það rætist. Annars má búast við að þessi faraldur hafi mikil og djúpstæð áhrif á pólitík alla og efnahagslíf í heiminum ef vel tekst til.

Enn er mörgum spurningum ósvarað varðandi Covid-19 faraldurinn.
AHver er raunveruleg dánartíðni í Covid-19 faraldrinum?
Er e.t.v. gert fullmikið úr eftirköstum veirusýkingarinnar? Hve algeng eru þau? Og hve alvarleg eru þau?
Hvað með eftirköst annarra veirusýkinga t.d. venjulegrar og algengrar flensu?
Hve líkleg er almenn dreifing viðurkennds bóluefnis við Covid-19 á næstunni?

 

Af einhverjum ástæðum steinhætti ég fyrir nokkru að birta hér á blogginu mínu örsögur eða eitthvað í þá áttina. Ekki veit ég af hverju það var. Sennilega hefur andinn steinhætt að koma yfir mig. Auk þess bað ég hann ekkert um það.

Man ekki fyrir víst hvort ég var búinn að birta þessa sögu. Held ekki. Og nenni eiginlega ekki að gá. Sennilega hef ég ætlað að hafa þessa sögu svolítið lengri. Hér kemur semsagt sagan og ég held að hún hafi átt að heita Blái himininn:

Tjaldhimininn var blár. Af hverju hann var blár hafði Lárus ekki hugmynd um. Helst datt honum í hug að það væri vegna þess að hinn raunverulegi himinn væri stundum blár. Oftast var hann samt grár og blautur. Túristar voru alveg hættir að koma. Þessvegna var það sem hann fékk tjaldvagninn fyrir lítið. Þetta var sérlega vel heppnaður tjaldvagn og vel mátti hengja hann aftan í jepplinginn. Sem betur fer var dráttarkrókur á honum.

Lárus ætlaði sér að fara í hringferð um landið. Þórólfur og Víðir mæltu með því að hann færi í hringferð um sína eigin stofu, en honum leist ekki á það. Vonandi mundu Þóra og krakkarnir sætta sig við þennan tjaldvagn. Að tjaldhimininn væri blár skipti í rauninni engu máli. Tjaldveggirnir voru gulir og það var hann ánægður með. Þegar allt væri komið í kring ætlaði hann í fyrsta áfanga að fara austur að Seljalandsfossi. Næsta dag ætlaði hann svo alla leið til Hornafjarðar, svo til Egilsstaða og þaðan sem leið liggur til Akureyrar. Þar með sleppti hann Húsavík, Dettifossi og Mývatni. Ef til vill mundi hann endurskoða þessa áætlun. Sérstakleg ef Þóra mundi setja sig upp á móti þessu.

Við Seljalandsfoss var allt á fullu. Túristarnir voru greinilega komnir aftur. Kannski höfðu þeir aldrei farið neitt. Bílar og jafnvel stórar og stæðilegar rútur voru á víð og dreif í ánni. Lárusi kom þetta töluvert á óvart því hann hafði búist við því að engir eða að minnsta kosti fáir ferðamenn væru þarna. Lét samt eins og þetta væri alveg eðlilegt. Sagði krökkunum að svona væri þetta alltaf. Brunaði svo út á sjó og tjaldaði þar.

Vitanlega er ekki hægt að tjalda úti á sjó. Þessvegna sukku þau til botns fyrr en varði. Þar var allt fullt af fiski. Einstak túristar voru þar á rangli. Vissu greinlega ekkert hvert ætti að halda. Risavaxnar kórónuveirur voru margar á botninum og Lárus og fjölskylda urðu að passa að verða ekki fyrir þeim.

IMG 5446Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þá var eftirspurn eftir matvælum mikil og við græddum á því."

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru Ísland og Noregur de facto í Evrópusambandinu en hafa ekki atkvæðisrétt í sambandinu. cool

Loðna hefur gengið
á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið yrði ekki hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga og raunar allra aðildarríkjanna. cool

Evrópusambandsríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður allir tollar á íslenskum sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda skyri og lambakjöti, sem stóreykur fullvinnslu á bæði sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum hér á Íslandi. cool


Við Íslendingar yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu, og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum.

Afli íslenskra skipa og skipa frá Evrópusambandsríkjunum

Þorsteinn Briem, 18.10.2020 kl. 16:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.9.2020:

"Norðmenn og Bret­ar hafa náð sam­komu­lagi um fisk­veiðisamn­ing sem tek­ur gildi 1. janú­ar næst­kom­andi þegar aðlög­un­ar­tíma vegna út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu lýk­ur.

Samn­ing­ur­inn kveður á um ramma um gagn­kvæm­ar veiðiheim­ild­ir í lög­sögu ríkj­anna, eft­ir­lit og rann­sókn­ir, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá norsku rík­is­stjórn­inni. cool

Skrifað verður und­ir sam­komu­lagið í London síðar í dag."

Sjávarútvegur er stór atvinnugrein í Skotlandi, eins og hér á Íslandi, og meirihluti Skota vill aðild að Evrópusambandinu. cool

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, sem stóreykur fullvinnslu hér á Íslandi á sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum, til að mynda skyri og lambakjöti.

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum [óunnum] fiski. cool

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir. cool

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabæturcool

Þorsteinn Briem, 18.10.2020 kl. 16:34

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kötturinn minn veiðir kórónuveirur á nóttunni. Það segir hún mér að minnsta kosti, södd og sæl, á hverjum morgni. Og skarkalinn sem ég vakna stundum við um miðjar nætur staðfestir það. Hún segir að þær séu stórar og illar viðureignar, en hún hafi þó ávallt betur.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband