3005 - Heilsan mikilvæga

Þú ert það sem þú hugsar,  gerir og étur (eða drekkur). Hvort þú færð hættulegan sjúkdóm eða ekki, andlegan eða líkamlegan, er eins og hvert annað happadrætti (eða lottó). Vinningslíkurnar eru þó miklu meiri í heilsuhappadrættinu en í lottóinu eða hvaða happadrætti sem vera skal og þú getur haft heilmikil áhrif á þær líkur. Svo fer það að sjálfsögðu eftir hverjum og einum hver vinningurinn er. Langlífi mundu flestir segja. En hvað er langlífi? Er það að verða níræður, hundrað ára eða kannski meira? Sumir mundu kannski segja að það væri að vera vel á sig kominn bæði andlega og líkamlega fram á grafarbakkann. En hvar er þessi fjárans grafarbakki? Er hann við sjötugt, áttrætt eða nírætt. Kannski ennþá seinna. Það verður hver og einn að ákveða fyrir sig.

Ef maður fer illa með líkama sinn, er ekki hægt að byrja upp nýtt og fá varahluti í hann nema að mjög takmörkuðu leyti. Þarflaust er með öllu fyrir flesta að velta því nokkuð fyrir sér. Betra er að reyna að lifa sem heilsusamlegestu lífi og borða ekki það sem óhollt er. Reykja ekki og drekka ekki. Það er að segja áfengi. Það er hægt að gera vel sig í mat og drykk án þess að slaka mikið á í hollustunni. Annars breytast áherslurnar í þessu efni með tímanum. Ég man þá tíð að fitunni var kennt um næstum allt sem aflaga fór. Sum fita var holl og önnur óholl. Þetta var alltof flókið. Nú er það sykurinn og hvíta hveitið sem er óvinurinn mikli. Allt sem er hollt er frekar dýrt. Þannig er þetta bara og það breytist afar hægt. Annars er ég enginn næringarfræðingur og varasamt er að treysta þessu. Þetta er bara það sem ég held.

Trump Bandaríkjaforseti verður það vonandi ekki lengi til viðbótar. Að ekki sé um annað að velja en hann eða Biden er fjandi hart. Þar að auki er það hart að aðrar þjóðir geti engin áhrif haft á þetta forsetakjör. Bandaríkjaforseti, hver sem hann er, vill og getur haft heilmikil áhrif á aðrar þjóðir. Þær, eða réttara sagt stjórnir þeirra, vilja þó alls ekki viðurkenna það. Stórveldin eru það samt sem ráða alltof miklu í heiminum. Stóru alþjóðlegu fyrirtækin sem gjarnan vilja koma í staðinn eru faktískt ekki hótinu betri. Þar er bara hugsað um gróða í peningum. Skítt með líf og heilsu fólks, ef gróðinn er sæmilega mikill. Smáríki á borð við Ísland ættu að fá að ráða heiminum. Að minnsta kosti öðru hvoru. Í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar svokölluðu reyna þau það vissulega, en við stofnun þessara samtaka var starfsemi þeirra lömuð og næstum eyðilögð með neitunarvaldi stórþjóðanna í Öryggisráðinu sem svo er kallað.

Eiginlega verð ég að gera jántningu hér. Eftir að ritsjórn Moggans eða Moggabloggsins ákvað þá breytingu að birta ekki stöplaritin þó maður sé búinn að lauma sér inn með passvordi þá er ég í vandræðum með að sjá nema tölur dagsins. Af því að ég fer yfirleitt snemma að sofa og veit ekkert hverning á að virkja þennan fjárans flash-spilara get ég ekki séð tölur gærdagsins. Veit samt að á heildarvinsældalistanum hef ég hoppað úr tuttugasta sæti í það sautjánda. Kannski Steini gáfaði geti hjálpað mér.

IMG 5498Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Prófaðu að senda póst á andres@mbl.is, Sæmi minn. cool

Þorsteinn Briem, 11.9.2020 kl. 13:53

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Tókstu þetta til þín, þegar ég talaði um Steina gáfaða? Ég er búinn að spyrja Moggabloggsguðina um þetta. Þekki ekki þennan Andrés.

Sæmundur Bjarnason, 11.9.2020 kl. 16:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu gerði ég það, elsku kallinn minn.

Andrés er sonur NATO-Manga. cool

Þorsteinn Briem, 11.9.2020 kl. 16:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn Bjarnason kom yfirleitt inn á skrifstofuna okkar Andrésar á Mogganum í hádeginu og spurði:

"Er
Andrés ekki vaknaður ennþá?!"

En
ég gæti best trúað að hann verði næsti ritstjóri Moggans. cool

20.7.2020
:

Andrés Magnússon ráðinn fulltrúi ritstjóra

Þorsteinn Briem, 11.9.2020 kl. 17:10

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tæpast getur Sæmi hafa átt við mig, enda held ég að fæstir lesi það sem ég er að pára hér og hef ekki minnstu hugmynd um hvernig maður gáir að því embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 12.9.2020 kl. 01:35

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ert þú nú líka kallaður Steini, Siglausson minn. Eigum við ekki að koma okkur saman um að þú heitir Þorsteinn hér á blogginu? það er alveg nóg að hafa einn Steina. Steina Briem getum við kallað hann ef aðgreiningar er þörf.

Amma min sönglaði stundum:

Andrés minn í eyjunum
er að róa núna.
Fiskinn ber á fleyjunum
færir krakkagreyjunun.    og svo man ég ekki meira.

Sæmundur Bjarnason, 12.9.2020 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband