2980 - Fráflæðisvandi og fleira

Nýtt kalt stríð er greinilega í uppsiglingu. Að þessu sinni er það ekki á milli Sovétríkjanna og USA heldur er Kína komið í stað Sovétríkjanna. Pútín Rússlandsforseti er í hlutverki púkans á fjósbitanum, sem álítur það sinn hag að þessir fjendur eyði sem mestu í allskyns vopn og verjur, og til þess að hafa sem mest áhrif á aðrar þjóðir. Trump skiptir ekki miklu máli í þessu sambandi nema kannski fyrir heimsku sakir. Bandaríkjamenn vilja gjarnan að Evrópuríkin sjái sem mest um sig sjálf. Englendingar vilja vera memm USA. Johnson er kannski ekki eins skyni skroppinn og Trump ræfillinn, þó Englendinar séu langt frá því að vera það heimsveldi sem þeir eitt sinn voru. Þetta eru hugleiðingar mínar um heimsmálin í dag.

Þessi intermittent fasting sem ég er búinn að vera í að mestu leyti í síðan um síðustu áramót gengur bara nokkuð vel og mér finnst ég hafa breyst talsvert við það. Ég fer líka í svona klukkutíma langa gönguferð flesta morgna. Kannski er skynsamlegt að blogga sem mest um sjálfan sig. Aðrir gera það ekki. Þessi blogg mín fá við það heilmikinn dagbókarsvip. Hver veit nema það sé einmitt af hinu góða. Þeir sem þó lesa þessi ósköp munu eflaust halda því áfram þó ég bloggi mest um sjálfan mig.

Um daginn  kláraði ég að lesa bókina „The Chomolungma diaries“ eftir Mark Horrell. Þetta er allnákvæm dagbók um göngu á Everest að norðanverðu eða frá Tibet. Venjulega er á gengið á fjallið að sunnarverðu eða frá Nepal. Þetta er bók sem ég fékk ókeypis í Kyndilinn minn frá Amazon. Sannar frásagnir af löngum og erfiðum ferðum eiga vel við mig. Mér leiðast krimmar. Þetta er nokkuð góð bók og engin ástæða til að efast um að nokkurn vegin satt og rétt sé sagt frá. Everest er alveg sérstakur bókaflokkur og ekki er hægt að fara í grafgötur með það að Mark Horrell er greinilega einn fremsti frásegjari af slíkum ferðum.   

Nú er ég kominn á einn af þessum frægu biðlistum. Ég fór til augnlæknis um daginn og nú stendur til að skipta um augasteina í mér. Bíð semsagt eftir því að komast að hjá Landsspítalanum. Sem betur fer kvelst ég ekki neitt og finnst ég sjá alveg sæmilega. Það er að segja ef ég er með réttu gleraugun. Gallinn er sá að ég gleymi oft að skipta um þau. Ömurlegra hlutskipti en að verða „fráflæðisvandamál“ á Landsspítalanum get ég varla hugsað mér.

Um daginn gerði ég vísu um deiluna milli Smára McCarthy og Kára Stefánssonar. Vísan var útaf fyrir sig ekkert merkileg og ég man ekkert hvernig hún var. Man samt að ég notaði orðin Smári og Kári fyrir aðalrímorð í henni og að þetta var ferskeytla. Ég var a.m.k. nógu ánægður með hana til þess að ég ætlaði að setja hana á Boðnarmjöð. En það gekk ekki því fésbókarræfillinn vildi ekki leyfa mér að nota nöfn sem rímorð og kom alltaf með einhverjar ógáfulegar og sjálfvirkar tillögur að öðrum og ítarlegri nöfnum en ég vildi nota. Að endingu gafst ég alveg upp á þessu. Auðvitað hefði ég sennilega getað tekið þessa sjálfvirkni af ef ég hefði kunnað nógu vel á Fésbókarforritið. Einhvernvegin finnst mér þó að Fésbókarfræði sé ekki mín deild.

100kr 0002Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinilega elliær,
orðinn er gamall sá fjandi,
stjarna Sæma skín brátt skær,
skarfurinn fráflæðisvandi.

Þorsteinn Briem, 13.7.2020 kl. 11:19

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alltaf Steina flæðir frá
fjandi er hann ungur.
Líkur engli er hann þá,
er sá kannski þungur.

Sæmundur Bjarnason, 13.7.2020 kl. 11:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.9.2018:

Ekkert hefur breyst í Kína, Norður-Kóreu eða Íran vegna Donalds Trumps, nema þá til hins verra í þessum ríkjum. cool

Norður-Kórea hefur eingöngu hætt að hóta kjarnorkuvopnaárás á Bandaríkin en hefði aldrei gert síka árás hvort sem var, þar sem þeirri árás hefði að sjálfsögðu verið svarað strax með miklu öflugri árás á Norður-Kóreu.

Donald Trump mærir hins vegar harðstjórnina í Norður-Kóreu í bak og fyrir, eingöngu vegna þess að hún hefur hætt þessum heimskulegu hótunum.

Og Bandaríkin eru enn með viðskiptaþvinganir gagnvart Norður-Kóreu en Kína heldur landinu gangandi, enda bæði ríkin kommúnistaríki og nágrannar.

Bandaríkin töpuðu stríðinu í Víetnam, hafa enn ekki unnið stríðið í Afganistan eftir sautján ár og kommúnistaríkið Kúba er við bæjardyr Bandaríkjanna, enda þótt þau séu langmesta herveldið í heiminum. cool

Þar að auki er Rússland að vinna stríðið í Sýrlandi.


Árangur Trumps er því minni en enginn í heiminum og margir Bandaríkjamenn eru honum reiðir vegna tollahækkana, enda missa þeir margir vinnuna vegna þeirra, auk þess sem þær hækka vöruverð í Bandaríkjunum og valda þar með aukinni verðbólgu í landinu.

Og hér á Íslandi mærir eingöngu hægriöfgafólk Donald Trump. cool

Þorsteinn Briem, 13.7.2020 kl. 16:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk erfðagreining, sem er í eigu bandaríska líf­tækni- og lyfja­fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Amgen, gaf Landspítalanum, sem er í eigu íslenska ríkisins, 800 milljóna króna jáeindaskanna.

En hægriöfgakarlarnir halda náttúrlega að ríkir menn og fyrirtæki tími ekki að gera meira en þau eru skyldug til samkvæmt lögum og að sósíalistar kunni ekki að græða peninga. cool

Langflest ríki í heiminum eru með blönduð hagkerfi, blöndu af sósíalisma og kapítalisma, til að mynda Kína, Bandaríkin, Ísland og Danmörk.

Hins vegar er meiri sósíalismi í Kína en hér á Íslandi og meiri í Danmörku en í Bandaríkjunum.

Og að sjálfsögðu eru til fjölmargir ríkir sósíalistar í öllum þessum ríkjum, til að mynda Kári Stefánsson hér á Íslandi og Bernie Sanders í Bandaríkjunum, sem vill að ríkir menn og fyrirtæki greiði hærri skatta.

"As a political icon of democratic socialism, Bernie Sanders is worth an estimated $2 million."

Kínverskir milljarðamæringar eru nú fjölmargir og þeir eru með ríkustu mönnum heimsins. cool

Kínversk fyrirtæki og bankar eru úti um allar heimsins koppagrundir og í Búdapest leigði undirritaður lúxusíbúð sem er í eigu Kínverja en þeir eiga þar fjölmargar íbúðir, banka, veitingahús, verslanir og önnur fyrirtæki.

Rétt eins og fjölmörg önnur ríki gera vegna Covid-19 dælir nú bandaríska ríkið með Trump í broddi fylkingar gríðarlegum fjárhæðum út í bandaríska hagkerfið, sem bandarískir skattgreiðendur munu greiða. cool

Og Bandaríkin fá þessar trilljónir Bandaríkjadala auðvitað að láni hjá Kínverjum, sem er stærstu lánardrottnar Bandaríkjanna, og auka þar með enn frekar skuldir bandaríska ríkisins, sem voru um 108% af vergri landsframleiðslu árið 2017, með þeim mestu í heiminum.

Það er nú allur kapítalismi hægriöfgakarlanna. cool

Þorsteinn Briem, 13.7.2020 kl. 17:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.7.2020 (í dag):

"Rúm­lega áttatíu auðmenn hafa birt ákall um aukna skatt­heimtu til að mæta þeirri alþjóðlegu fjárþörf sem skap­ast hef­ur vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins." cool

"Hóp­ur­inn er alþjóðleg­ur en flest­ir á list­an­um eru frá Banda­ríkj­un­um."

"Hóp­ur­inn sem kall­ar sig "Millj­óna­mær­ing­ar fyr­ir mann­kyn" (e. Milli­onaires for Humanity), birti nú á dög­un­um opið bréf þar sem rík­is­stjórn­ir heims­ins eru hvatt­ar til að leggja aukn­ar álög­ur á hina of­ur­ríku og legg­ur áherslu á að slík­ar aðgerðir þurfi að ger­ast um­svifa­laust, vera um­fangs­mikl­ar og var­an­leg­ar." cool

"Ólíkt tugum millj­óna manna um heim­ all­an þurf­um við ekki að hafa áhyggj­ur af því að tapa vinn­unni, heim­ili eða get­unni til að halda uppi fjöl­skyld­um okk­ar," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þar er staðhæft að marg­ir of­ur­rík­ir séu mjög af­lögu­fær­ir að leggja til fjár­magn í bar­átt­una. cool

Ekki sé nægi­legt að gefa til góðgerðar­mála, stjórn­mála­menn verði að bera ábyrgð á því að afla fjár og tryggja að því sé dreift á rétt­lát­an hátt."

Vinsamlega skattleggið okkur segir hópur auðmanna

Þorsteinn Briem, 13.7.2020 kl. 17:40

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég myndi í þínum sporum leysa fráflæðisvandann með því að fara frekar í þessa aðgerð á einkastofu. Grunar að þar sé bæði fljótlegra að komast að og læknarnir með meiri reynslu.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.7.2020 kl. 23:10

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þorsteinn minn Siglaugsson. Ég er ekkert á leiðinni með að leysa fráflæðisvandann. Þessi augnaaðgerð sem ég held að ég hafi minnst á er samkvæmt ráðleggingu auglæknis á einkastofu. Held að hún hafi engin áhrif á þetta vandamál. Peningar kunna að skipta máli þarna. Þetta með fráflæðisvandann er pólitiskt mál sem snertir marga. Pólitík er mínum huga hægfara þróun en snýst ekki um einstök mál eins og margir virðast halda. Sumt af því sem þú hefur haldið fram um kórónuveiruna er andstætt mínum skoðunum, en óþarfi er að fara nánar útí það. Deilur um stjórnmál og trúmál leiða oftast ekki til neins, þegar deilt er um einstök mál, sem viðkomandi þekkja kannski ekki nógu vel. 

Sæmundur Bjarnason, 14.7.2020 kl. 07:30

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrst þú ert farinn að tala um kórónuveiruna, þá er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér, og það er hvort það hversu alvarlega menn taka hana fari kannski eitthvað eftir hægri og vinstri í pólitík. Getur verið að hægrimenn andi frekar með nefinu yfir þessu öllu, en vinstrimenn líti á það sem gilda ástæðu til að umturna efnahagslífi, skattkerfi og svo framvegis? 

Þorsteinn Siglaugsson, 14.7.2020 kl. 18:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á milli Kína og Bandaríkjanna ríkir ógnarjafnvægi, svipað og var á milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og harla ólíklegt að Kína og Bandaríkin fari í beint stríð við hvort annað. cool

Kína er hins vegar engan veginn eins og Rússland var eða er núna. Kínverjar framleiða alls kyns vörur í stórum stíl og selja úti um allar heimsins koppagrundir.

Kína er fjölmennasta ríki heimsins og þar búa 1,4 milljarðar manna en í Rússlandi búa um 147 milljónir, færri en búa samanlagt í Frakklandi og Þýskalandi.

Og í evruríkjunum búa um 342 milljónir, fleiri en í Bandaríkjunum, þar sem um 328 milljónir manna búa.

Hversu margir farsímar eru framleiddir í Rússlandi og hversu margir rússneskir bílar eru seldir núna erlendis? cool

"According to a study by Trendforce, Chinese phone makers represented six of the global top ten in smartphones. The brands are: Lenovo, Xiaomi, ZTE, TCL/Alcatel, Huawei and Coolpad."

Rússar hlæja núna að Lödu-kaupum Mörlendinga, sem keyptu rússneska bíla, olíu og stál í skiptum fyrir meðal annars 100 þúsund tunnur af síld og 100 þúsund trefla á ári. cool

Iðnaðarbærinn Akureyri og fjölmörg mörlensk þorp byggðust upp á viðskiptum við Sovétríkin, sem byggðust á fimm ára áætlunum þeirra.

Viðskipti Kína við útlönd byggjast hins vegar fyrst og fremst á kapítalisma, raunverulegu framboði og eftirspurn. cool

Bíða Mörlendingar eftir pökkum frá Rússlandi í stórum stíl?

10.7.2020 (síðastliðinn föstudag):

Fara í gegnum fleiri tonn af varningi frá Kína

Flug margra áratuga gamalla rússneskra "bjarna" (Tupolev Tu-95) alla leið hingað til Íslands er beinlínis hlægilegt. cool


Enginn er raunverulega hræddur við þá nema nafni þeirra, Björn Bjarnason.

Og hversu mörg kínversk herskip og herflugvélar eru hér í Norður-Atlantshafi? cool

En að sjálfsögðu er Björn Bjarnason skíthræddur við Kína og kaupir því ekki kínverskar vörur, enda er landið kommúnistaríki.

Rússland er hins vegar ekki lengur kommúnistaríki.

Kínverjar eiga alls kyns fyrirtæki úti um allar heimsins koppagrundir, banka, veitingahús, verslanir og íbúðir, til að mynda í Búdapest í Ungverjalandi, sem er í Evrópusambandinu.

Og sem hluti af Belti og braut Kínverja verður ný járnbraut lögð á milli Búdapest og Belgrad, höfuðborga Ungverjalands og Serbíu, sem Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, vill að fái aðild að Evrópusambandinu. cool

19.5.2020:

"The Hungarian Parliament on Tuesday passed a law codifying a commitment to the upgrade of the Budapest-Belgrade railway line.

The assembly also backed an agreement between the Hungarian and Chinese governments on implementing and financing the project."

"China is financing 85 percent and Hungary 15 percent of the upgrade, worth a little more than 2 billion US dollars.

The railway line will become part of a corridor for bringing Chinese goods to Europe."

The Hungarian Parliament Passes Law on Budapest-Belgrade Railway Line Upgrade

25.4.2019:


Orbán: One belt, one road initiative in line with interests of Hungary

9.6.2019:


Hvað er Belti og braut?

1.8.2019:


Ætti Ísland að taka þátt í Belti og braut?

Þorsteinn Briem, 14.7.2020 kl. 20:19

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2020:

"Trade between Hungary and Serbia reached record volume last year, Viktor Orbán [forsætisráðherra Ungverjalands] said, and freight traffic and commuter traffic is currently flowing across the borders, he said.

Orbán pledged support for Serbian investments in Hungary, and said the construction of the Budapest-Belgrade rail line had reached a phase of acceleration.

"It is obvious that delivering Chinese goods quickly to Europe is one of the key issues of the future," he said. cool

Hungary is a committed supporter of the efforts of Serbia to join the European Union, Orbán said, calling on Brussels to open the accession chapters that Serbia is ready to conclude." cool

"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.

He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."

En að sjálfsögðu er Björn Bjarnason meiri íhaldsmaður en Viktor Orbán. cool

Þorsteinn Briem, 14.7.2020 kl. 21:01

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Siglaugsson, ég hugsa að hægrimenn hugsi almennt meira um efnahagsmál en vitstri menn. Og setji fyrirtæki framar í röðina en hugsanlegar lífslíkur fátæklinga. "Allt orkar tvímælis sem gert er" sagði einhver einhverntíma.

Sæmundur Bjarnason, 15.7.2020 kl. 11:48

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini minn. Ég er ekki að amast við því að þú setjir ýmis fréttaskrif á bloggið mitt. Æskilegra væru þó að þau væru á íslensku og ekki alltof löng. Þvi eru áreianlega takmörk sett hvað lesendur mínir nenna að lesa. Það er svo mikið lesefni í boði á Netinu.

Sæmundur Bjarnason, 15.7.2020 kl. 11:54

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst reyndar líklegt að þetta liggi kannski fremur í því að vinstrimenn hafa gjarna neikvætt viðhorf til samfélagsins og vilja umbylta því, meðan hægrimenn vilja halda í það sem þeir telja að hafi gefist vel. Maður sér þetta svolítið á skrifum ýmissa vinstrimanna; kórónuveiran sé tækifæri til að hverfa frá kapítalismanum, leggja af alþjóðaviðskipti og svo framvegis. Þetta endurómar líka í skrifum sumra hægri popúlista, enda er ekki svo mikill munur á endanum á popúlisma til hægri og vinstri. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að það sé gott að milljónatugir deyi af sjúkdómnum, umhverfisins vegna. Hvort þar er bara átt við efnafólk er ég ekki alveg viss um.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2020 kl. 15:43

14 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þorsteinn. Það var rétt svo ég sá þetta. Yfirleitt er ég ekki mikið í því að lesa gömul blogg. Helst þá alveg hundgömul. Steini Briem skrifar líka stundum margar athugasemdir á mismunandi tímum og það ruglar mig svolítið. Þetta með hægri og vinstri er áhugavert. Að mörgu leyti get ég fallist á að þín skilgreining sé nútímalegri. þetta með ríkisforsjána er dálítið úrelt. Að því leyti sem stjórnmálaskrif einkennast af meiningarlitlum upphrópunum leiðast mér þau.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2020 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband