12.7.2020 | 05:59
2979 - Enn um helvítið hann Trump
Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef bloggað. Nú er ég andvaka og ágætur tími til þess. Kórónuhræðslan hefur stórlega minnkað hjá mér. Ég er t.d. miklu minna hræddur við hurðarhúna og lyftuhnappa en ég var. Hvað mig snertir er lífið óðum að færast í sama horf og áður. Stórfjölskyldan hefur heldur ekki orðið fyrir neinum meiri háttar áföllum vegna veirufjandans, en kannski er of snemmt að fagna sigri í því efni. Við fáum okkur sennilega nýjan bíl eftir helgina. Þá er eftir að selja Fókusinn. Svalalokun erum við líka að hugsa um að fá okkur.
Ekki get ég með öllu hætt að hugsa um Trump og heimspólitíkina. Sennilega er ég í grunninn svolítið íhaldssamur, þó ég álíti mig vinstrisinnaðan. Auðvitað er Trump stórskrítinn. Allt öðruvísi forseti en bæði Bandaríkjamenn og aðrir eru vanir. Í heildina tekið eru Bandaríkjamenn ekkert stórlega öðruvísi en annað fólk. Þeir vilja fara eftir lögum, leggja mikla áherslu á mannréttindi og persónufrelsi. Þar standa þeir framarlega. Vantrú almennings á stjórnvöldum og einkum því elítukerfi, sem óneitanlega þrífst í kringum Alríkisstjórnina í Washington, er mikil. Þessvegna voru þeir á sínum tíma (2016) tilbúnir til að kjósa Trump þrátt fyrir alla hans galla. Af hverju í ósköpunum kusu þeir þá þennan ömurlega og spillta auðmann? Ástæðan er einkum sú að þeir fundu að hann var óvenjulegur og barðist á móti stofnanaveldinu. Pressan hefur með örfáum undantekninum verið á móti honum. Segja má að hann hafi sveigt Repúblikanaflokkinn að sínum eigin öfgum. Með þeim hefur hann vonandi tryggt sér sögulegan ósigur í kosningunum í haust. Ætlun hans hefur eflaust verið að tryggja sér endurkjör með blómlegu efnahagslífi, en kórónuveiran hefur svo sannarlega komið í veg fyrir það. Með óbreyttri Trump-stefnu munu Bandaríkjamenn, sem greinilega hafa ákveðið að snúa sér fremur að öðrum heimshlutum en Evrópu, upplifa vaxandi einangrunarstefnu og minnkandi áhrif þrátt fyrir yfirburða hernaðarmátt.
Að minnast á þrennt að minnsta kosti í hverju bloggi er minn stíll. Ástæðulaust með öllu er að blogga daglega. Í síðustu viku var Helena (sem er að verða átta ára) hjá okkur alveg frá sunnudegi til föstudags og stóð sig með afbrigðum vel. Einskonar sumarbúðir hjá henni og í framtíðinni verður það minna átak fyrir hana að vera án foreldranna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmi margan hræddist hnapp,
hélt þó út í kóvítið,
út í heiminn oft hann skrapp,
en aldrei sá Trump helvítið.
Þorsteinn Briem, 12.7.2020 kl. 08:40
Briemarinn ei banginn er
bjargar sínum kaupum.
Út í heiminn oft hann fer
einkum þó á hlaupum.
Sæmundur Bjarnason, 12.7.2020 kl. 09:34
Stóriðjan hér á Klakanum, sem mörlenskir íhaldsmenn hafa alla tíð mært í bak og fyrir, er í eigu útlendinga.
En það er náttúrlega ekki alþjóðavæðing að mati mörlenskra íhaldsmanna og einangrunarsinna, aftaníossa Trumps, sem heldur að hann sé einvaldskonungur Bandaríkjanna og jafnvel alls heimsins.
Stóriðjan hér á Íslandi hefur mörg síðastliðin ár verið á hvínandi kúpunni, að minnsta kosti að eigin sögn, enda flytur hún allan gróðann úr landi við mikinn fögnuð mörlenskra íhaldsmanna og einangrunarsinna og treystir sér hvorki til að greiða hér eðlilegt raforkuverð né mannsæmandi laun.
Og laun í ferðaþjónustunni hér á Íslandi eru hærri en í stóriðjunni.
7.8.2015:
"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."
"Rannveig segir í bréfinu að fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins hafi aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."
19.11.2015:
"Alcoa á Íslandi hefur frá upphafi starfsemi sinnar hér á landi greitt tæpa sextíu milljarða króna í vexti til Alcoa-félags í Lúxemborg. Starfsemin hér á landi er rekin með samfelldu tapi.
"Tilbúið tap" og "skandall" að mati fyrrverandi ríkisskattstjóra."
"Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Þar segir að á síðasta ári hafi Alcoa á Íslandi, móðurfélag álverksmiðjunnar á Reyðarfirði sem rekin er undir merkjum Alcoa Fjarðaáls ehf, greitt móðurfélagi sínu í Lúxemborg tæpa 3,5 milljarða króna í vexti og vitnar til nýlegra ársreikninga Alcoa félaganna á Íslandi.
Kastljós hefur ítrekað fjallað um þá staðreynd að Alcoa hafi aldrei greitt svokallaðan fyrirtækjaskatt hér á landi, enda hefur félagið aldrei skilað hagnaði hér.
Á sama tíma hafa 57 milljarðar króna runnið út úr rekstrinum hér til Lúxemborgar í formi vaxtagreiðslna sem ekki eru skattlagðar og dragast í leiðinni frá hagnaði starfseminnar hér á landi."
Alcoa aldrei greitt fyrirtækjaskatt hér á Íslandi - Alcoa greitt Alcoa um 60 milljarða króna í vexti
Þorsteinn Briem, 12.7.2020 kl. 14:12
Evrópusambandsríkin eru öll sjálfstæð ríki sem hvert og eitt hefur ákveðið hvað það gerir hvað Covid-19 snertir.
Og í Evrópusambandinu taka þau ákvarðanir um eigin málefni, svo og Íslands og Noregs, sem með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu.
En enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi, ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Ungverjaland er í Evrópusambandinu og á landamæri að sjö ríkjum, þar af tveimur sem ekki eru í sambandinu.
Öll þessi landamæri hafa nú verið opin í töluverðan tíma og ekki kannað á landamærunum hvort ferðamennirnir hafa fengið Covid-19.
Skráð smit í Ungverjalandi voru sex í gær og þar hefur skráður fjöldi smita verið svipaður síðastliðnar vikur og hér á Klakanum, enda þótt Ungverjar séu tíu milljónir.
Hins vegar eru alltaf einhverjir sem hafa fengið Covid-19 án þess að vita af því, hvort sem þeir búa í Ungverjalandi eða hér á Íslandi.
Og í Búdapest gengur lífið nú sinn vanagang, krökkt af fólki, bæði heimamönnum og erlendum ferðamönnum, í verslunum, veitingahúsum, krám og almenningsgörðum.
Fólk verður hins vegar að nota grímur í verslunum og þegar það notar almenningssamgöngur.
Og Mörlendingar geta flogið héðan frá Íslandi til Búdapest með ungverska flugfélaginu Wizz Air.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur engan áhuga á að Ungverjaland segi sig úr Evrópusambandinu og vill að fleiri ríki, til að mynda Serbía, fái aðild að sambandinu.
Og útlendingar sem ekki eru í Evrópusambandinu, til að mynda Kínverjar, eiga fjöldann allan af fyrirtækjum í Ungverjalandi, banka, veitingahús og verslanir.
"Viktor Mihály Orbán is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.
He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."
En mörlenskir íhaldsmenn halda náttúrlega að þeir séu meiri íhaldsmenn en Viktor Orbán, sem þeir hafa þó margir hverjir mært árum saman í bak og fyrir.
Þorsteinn Briem, 12.7.2020 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.