25.6.2020 | 05:22
2976 - Forsetakosningar
Mér skilst að um næstu helgi verði forsetakosningar. Mér finnst þó afar stutt síðan við kusum okkur forseta síðast. Að sumu leyti eru þessar kosningar óþarfar. Guðni vinnur þetta mjög augljóslega og mjög auðveldlega. Samt er það svo að sitjandi forsetar eiga ekki sjálfsagðan rétt á því að vera forsetar áfram, þó þeir vilji. Sennilega vilja flestir t.d. (ja, Íslendingar a.m.k.) að Trump bandaríkjaforseti tapi kosningunum sem verða þar í haust. Kannski er það að einhverju leyti vegna þess að allflestir fjölmiðlar virðast vera á móti honum. Það er samt allsekki aðalástæðan. Hún er sú að hugsunarháttur allmargra Bandaríkjamanna er gjörólíkur okkar Íslendinga og Evrópubúa yfirleitt.
Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar um næstu helgi hefur mestan part farið framhjá mér. Meðal annars held ég að það sé vegna þess að stjórnmálaflokkar, nema kannski Miðflokkurinn svonefndi, hafa leitt þær algjörlega hjá sér. Ekki er eðlilegt að gera forsetakosningar allt í einu pólitískar og lofa miklum breytingum. Það hefur samt annar frambjóðandinn svikalaust gert. Þessvegna m.a. má búast við því að hann tapi stórt. Á ýmsan hátt gæti Guðmundur Franklín samt sennilega orðið ágætur forseti, en hann tekur greinilega snarvitlausan pól í hæðina. Þetta eru ekki pólitískar kosningar, þó hann vildi vitanlega gjarnan að svo væri.
Flest það sem gerist í bandarískum stjórnmálum þessa dagana virðist vera Trump forseta mótdrægt. Vitanlega er það engin furða. Hann hefur hagað sér eins og asni undanfarið. Sennilega hefur honum fundist að fótunum væri kippt undan sér, þegar hagvöxturinn stöðvaðist. Hann er umfram allt fulltrúi hans. Sú gerviveröld er honum mikilvægari en allt sem lífsanda dregur. Sjálfan sig tekur hann væntanlega út fyrir sviga samt.
Kosningar og pólitík allskonar virðast vera mínar ær og kýr. Að minnsta kosti skrifa ég mest um þau fyrirbrigði. Það er mikilvægt að hafa skoðanir á slíku. Ekki ætlast ég þó til að lesendur mínir séu ætið sammála mér. Fjarri fer því. Samt finnst mér það hreinsandi að láta það á blað sem ég hugsa um þau mál. Auðvitað gæti ég skrifað um ýmislegt annað. A.m.k. finnst mér oft að áhugasvið mín séu ótrúlega fjölbreytt. Þó get ég ekki neitað því að með aldrinum hefur áhugamálum mínum fækkað nokkuð. Ennþá get ég samt skrifað um bækur og þessháttar, íþróttir, pólitík, trúmál, vísnagerð og margt fleira. Segja má ennfremur að Íslenskan sé eitt af mínum hugðarefnum. Ég er samt þeirrar skoðunar að þýðingarlaus með öllu sé sú aðfinnslu- og leiðréttingarárátta sem greinilega hrjáir suma.
Það er undarlegur siður hjá mér að vera sífellt að þessu bloggi án þess að hafa nokkuð að segja. Vonandi meiði ég samt fáa með þessum skrifum mínum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Á rafskutlunni Bjarni brunar,
brosir allan hringinn,
frá Garðabæ sá skarfur skrunar,
skutlast svo á þing inn.
Þorsteinn Briem, 25.6.2020 kl. 08:43
24.6.2020 (í gær):
Samfylkingin bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun
Fylgistap Miðflokksins fer til Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins, eins og við var að búast.
Flokkar tapa á því að vera í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og fylgi hans hefur ekkert aukist frá síðustu alþingiskosningum.
Og samkvæmt þessari skoðanakönnun er fylgi Vinstri grænna nú um 6% minna og Framsóknarflokksins um 5% minna en í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki hafa þessir þrír flokkar nú einungis um 41% fylgi og ríkisstjórnin fyrir margt löngu kolfallin, samkvæmt skoðanakönnunum.
Nú er líklegast að í næstu ríkisstjórn verði Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, sömu flokkar og nú mynda meirihluta borgarstjórnar.
Og enginn vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, ekki einu sinni Flokkur fólksins.
Þorsteinn Briem, 25.6.2020 kl. 08:51
Ekki Bjarni brunar neitt
bagalegt atarna.
Steina eflaust finnst það feitt.
frekur var hann þarna.
Sæmundur Bjarnason, 25.6.2020 kl. 09:36
Það var áhugavert að sjá í viðtalinu í gær að Gúndi var bara yfirvegaður og virkaði eins og hann væri með öllum mjalla. En svo kom kynningarmyndbandið eftir tíufréttir og þá versnaði í því.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.6.2020 kl. 12:20
Sæll Sæmundur,
"Guðni vinnur þetta mjög augljóslega og mjög auðveldlega. Samt er það svo að sitjandi forsetar eiga ekki sjálfsagðan rétt á því að vera forsetar áfram, þó þeir vilji."
Fjölmiðlarnir hérna eru og hafa verið segja okkur aftur og aftur hvað eftir annað, að við eigum að kjósa Guðna, svo og með stýra allri umræðunni með öllum þessum svokölluðu skoðanakönnunum, og í kvöld verður svo super doooper drottningarviðtal við hann Guðna á okkar líka ritsýrða og einhliða RÚV.
Þar sem þetta er allt svona líka innilega ritsýrt með skoðanakönnunum og með super flottu drottningarviðtali við Guðna, þá held ég að það séu litla líkur á því að Guðmundur karlinn vinni þessar kosningar.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 25.6.2020 kl. 14:10
Einungis þeir sem heita Þorsteinn birta hér athugasemdir.
Þorsteinn Briem, 25.6.2020 kl. 14:57
24.10.2013:
Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.
"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.
Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."
Þorsteinn Briem, 25.6.2020 kl. 15:07
29.11.2019:
"Almenningur treystir RÚV og vikulega nota um 92% landsmanna sér þjónustu RÚV á einn eða annan hátt samkvæmt nýjum tölum frá Gallup.
Yfirburðatraust landsmanna til fréttastofu RÚV er enn og aftur staðfest í nýrri könnun MMR sem gerð var nú í nóvember.
Alls bera 72% aðspurðra mikið traust til fréttastofu RÚV en traustið mældist að meðaltali 67% í könnunum MMR fyrir RÚV 2018."
Þorsteinn Briem, 25.6.2020 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.